Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.01.1929, Blaðsíða 10
4 LÆKNABLAÐIÐ klinisk rannsóknaraÖíerÖ, sem hvað gildi og nákvæmni snertir, stendur jafnhliÖa öörum bestu klinisku rannsóknaraÖferðum. Rannsóknaraðferðir. Blóðþrýstingurinn er mældur í m/m Hg. með blóðþrýstingsmælum — sphygmomanometer: Kvikasilfursmælir í sambandi við gummímanchettu, sem spenna á utan um upphandlegg sjúklingsins, 2—3 cm. ofar en plica cubiti; er mælirinn og manschettan siðan blásin upp með gúmmíbelg. í staðinn fyrir Hg-mælir, sem er frekar óhentugur til að flytja með sér, eru einnig til mælar með fjaðramanometer, sem er innstilt á m/m Hg, og er þá manometrið spent á sjálfa manschettuna. Kosta þannig mæl- ar, sem mjög auðvelt er að flytja með sér, um 50 krónur. Þegar mælt er, á sjúklingurinn annaðhvort að liggja hér um bil lá- réttur eða sitja, en gæta verður þess, að mæla altaf í sömu stellingum, þegar borinn er saman blóðþrýstingur i fleiri skifti hjá sama sjúkling. Handleggurinn, sem mælt er á, á helst að vera sem máttlausastur. Fara verður sjúklingurinn úr erminni, þeim megin, sem mælt er. Aðgæta skal að manchettan liggi slétt og að öll sambönd séu loftþétt. Mæla skal bæði systoliskan og diastoliskan blóðþrýsting, og athuga mis- muninn á þeim. Er hann nefndur p ú 1 s þ r ý s t i n g u r. Má mæla ann- aðhvort palpatoriskt eða auskultatoriskt, sent er nákvæmara. Ef mælt er palpatoriskt, skal blása hægt upp, þar til púlsinn í a. radi- alis er horfinn og 10—15 m/m hærra, láta síðan mælirinn falla aftur, þar til púlsinn finst á ný, og skrúfa fyrir; tala sú, sem mælirinn sýnir, er systoliski blóðþrýstingurinn. Síðan er skrúfað frá aftur og Hg eöa fjöðr- in látin falla hægt; yfirborð Hg eða fjöðrin „hoppar" fyrst, og skal tekið eftir, hvenær Hg hættir þvi; tala sú, sem mælirinn þá sýnir, er diastoliski blóðþrýstingurinn. Ef mælt er auskultatóriskt, fást 7—10 m/m hærri systoliskar tölur, og 10—15 m/m lægri diastoliskar. Auskultation er sú aðferðin, sem aðal- lega er notuð. Stethoskopið er sett á aa.. í plica cubiti, og mælirinn blás- inn upp, þar til alt hljóð er horfið; er svo skrúfað hægt frá og Hg látið falla; fyrsta hljóð, sem licyrist, cr — systoliski blóðþrýstingurinn, og or- sakast hljóð þetta af falli blóðsúlunnar proximalt við kompressionina nið- ur á þá blóðsúlu, sem er distalt við kompressionina. Falli Hg nú hægt áfram, heyrast ýms hljóð um tíma, cn þcgar alt hljóð, cr Itorfið, þá er þar diastoliski þlóðþrýstingurinn. Er rannsóknaraðferð þessi mjög einföld og litt subjectiv, þar eð hljóð- in vanalega eru mjög skýr, og bæði efri og neðri mörkin því greinileg, er hljóðin hætta. Með mikilli æfingu má greina i sundur 5 þætti við mælinguna (eftir mismunandi hljóðum) og hefir það þýðingu við sumar specialrannsóknir. Blóðþrýstingur og breytingar á honum hjá heilbrigðum. Systoliskur blóðþrýstingur hjá 20 ára gömlum, heilbrigðum manni, er = aldurinn + 100, þ. e. a. s.: 120 m/m; fyrir liver 2 ár þar yfir, hækk- ar hann urn 1 m/m. Önnur regla, sem gefur heldur hærri tölur, er að draga 5 frá aldri sjúklingsins og bæta 100 við. Flestir álíta 120—130 m/m

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.