Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1948, Síða 34

Læknablaðið - 01.12.1948, Síða 34
108 L Æ KNABLAÐI« koma með þessn heilbrigðiseft- irlitinu í betra horf en verið hefur. En í Reykjavík er j>að mikið starf og margþætt, og jjess eðlis, að nauðsynlegt er, að sá sem annast liina daglegu stjórn |)css, hafi sem frjálsastar liendur til starfans. B. J. segir frumvarpið vera ófullkomið, m. a. sé ekki vel Ijóst af j)ví, hvernig skipting liéraðslæknisembættisins átti að verða. Frumvarpinu var ekki ætlað að t'aka af héraðslækni nein embættisstörf, a. m. k. ekki svo teljandi sé, heldur aðeins valdið til að framkvæma heilbrigðis- eftirlitið. Lagt var til, að heil- brigðisfulltrúinn, embættisgeng ur læknir, fengi fullt vald til að framkvæma það eftirlit, sem hann, lögum samkvæmt, á að inna af hendi, en í lögum um heilbrigðisnefndir og heilbrigð- issamj)ykktir, frá 12. febr. 1940, eru skýr ákvæði um starfssvið heilbrigðisfulltrúa. Skv. 5. og 6. gr. j)essara laga skal heilbrigðis- fulltrúi, undir eftirliti héraðs- læknis, annast alla daglega eftir- litsstarfsemi fyrir hönd heil- hrigðisnefndar, en hún skal sjá um, að framfylgt sé ákvæðum heilbrigðissamj)ykktar, svo og ákvæðum í sérstökum lögum, sem heilbrigðisnefndum er fal- ið að annast um framkvæmdir á. I 3. gr. sömu laga eru loks fyrirmæli um, hverskonar á- kvæði skulu vera í heilbrigðis- samþykktum, en að undan- skyldu vcrksviði heilbrigðis- nefndar að því leyti, sem henni l)cr að aðstoða yfirvöld við sóttvarnir, fjalla öll þessi á- kvæði um Jmfnað og hollustu- hætti utan húss og innan. Starf heilbrigðisfulltrúans er þannig fólgið í daglegu eftirliti með hinum svokölluðu „dauðu hlut- um“, mcð alls konar stofnun- um, starfsháttum, vörugæðum, híbýlum, opnum svæðum o. s. frv., skv. heilbrigðissamjjykkt. Sjúkdómum eða sjúklingum hefur hann h.ins vegar engin af- skipti af. Mér hefur skilizt, að aðal- starf liéraðslæknisins í Reykja- vík sé aftur á móti að fylgjast með og semja skýrslur um heilsufar héraðsbúa, hafa eftir- lit mcð og annast varnir gegn hverskonar farsóttum og öðrum næmum sjúkdómum (l).e. milli- landa- og innánlandssóttvarn- ir) sjá um bólusetningar, ann- ast skipulagðar og regíubundn- ar rannsóknir á heilsufari barna og unglinga, annast réttarfræði- legar læknisskoðanir, aðrar en krufningar, auk j)ess sem hér- aðslæknir er fulltrúi landlæknis og heilhrigðisstjórnar í hérað'- inu, heldur skrá yfir lækna og hefur eftirlit með j)eim, einnig með tannlæknum, ljósmæðrum, hjúkrunarkonum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum. Skilgreiningin á milli sjúk- dóma og sjúklinga annars vegar

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.