Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1952, Page 10

Læknablaðið - 15.10.1952, Page 10
22 LÆKN ABLAÐIÐ Arið 1948 fann Dalldorf við slika tilraun nýtt virus í saur frá 2 sjúklingum, sem voru haldnir poliomyelitis ant. acuta. Sjúkl- ingarnir voru frá Coxsackie, sem er smábær skammt frá New York í Bandaríkjunuin. - Þar sem annað nafn þótti ekki hentugra á þeim tíma, var þetta nýfundna virus kennt við bæinn og kallað Coxsackie virus (C virus). Þegar farið var að rann- saka C virus nánar, kom brátt i ljós, að um fleiri en eitl afbrigði var að ræða. Hafa nú verið að- greindir 2 flokkar af C virusi, A og B, en til þessa hafa fundiz t a.m.k. 10 virus stofnar í báðum flokkum, og er bægt að greina stofnana bvern frá öðrum með immunbiologiskum aðferðum. Einu tilraunadýrin, sem bægl er að sýkja með C virus, eru nýfæddar mýs og nýfæddir hamstrar. Ef dýrin eru eldri cn 3 sólarbringa gömul, gengur mjög illa að sýkja þau. Dýrin eru sjTkt á þann hátt, að virusi er dælt inn í lieila, í kviðarhoi eða undir lnið. Meðgöngutíminn fer eftir virnsmagninu, venju- legast sýkjast dýrin innan 8 sól- arhringa og deyja 1 til 3 dögum síðar. Virus úr A flokki veldur lömun á afturfótum dýranna, en virus úr B flokki lömun á afturfótum og krömpum . Við vefjarannsókn sést, að flokk- arnirvalda misjöfnum breyting- um í líffærum dýranna. A flokk- urinn veldur viðtækum breyt- ingum í þverrákuðum vöðvum, það er hrörnun, drep og bólga, einkum i vöðvum al'turlima, en einnig i þynd, bol- og kviðar- vöðvum. B flokkurinn veldur einnig breytingum í vöðvum, en ekki alltaf. Þegar þær finnast, eru þær í blettum, en ekki víð- tækar, að öðru ley ti eru þær eins og áðurnefndar breytingar. — - Einnig finnast ákveðnar breyt- mgar í heilavef dýranna . En það, sem einkum einkennir B flokkinn, er það, að hann veld- ur breytingum í fituvefnum, það er drep og kalkskellur, ef dýrin lifa nógu lengi. Báðir flokkarnir geta valdið breyting- um i lifur og hjartavöðva. Þegar leitað er að virusi í líf- færum dýranna, þá finnst mest af því í vöðvum. Hægast er að einangra virus á þann bátt, að hakka hræin í þar til gerðri vél, og extrahera virus með fysio- logisku saltvatni. Extractið er skilið í skilvindu með hæl'ileg- um hraða til þess að botnfella allt grugg. Ilálsskolvatn frá sjúklingum og extract úr saur er skilið á sama hátt. Virus- extractið er hægt að geyma frosið árum saman, án þess að virus veiklist. Einnig geymist það vel í frystum músahræum. Virusstofninn er hægt að á- kvarða með tvennu móti, ann- aðhvort með neutralisations- prófi eða complement-bindingu. Fyrrnefnda aðferðin er á- reiðanlegri og handhægari og

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.