Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1952, Page 11

Læknablaðið - 15.10.1952, Page 11
LÆKNABLAÐIÐ 23 því víðast notuð. Til þess að hægt sé að gera neutralisations- próf, verður að hafa specifik immunsera gegn öllum þekkt- um C virusstofnum. Fást þau með því móti, að dæla virusi inn i fullþroska dýr, t.d. mýs, hamstra eða apa. Dýrin sýkjast ekki, en í hlóði þeirra myndast mótefni gegn þeim virusstofni, sem dælt var í dýri'n, en öðrum ekki. Blöndu af immunserum og kvörðuðu (standardiseruðu) virusextracti í tilteknum hlut- föllum er dælt inn í kviðarhol á nýfæddum músarungum og gefur það immunserum, sem verndar dýrin gegn sýkingu, upplýsingar um virusstofninn í extractinu. C virus finnst fyrst og fremst í saur og í hálsskolvatni frá sjúklingum, en einnig hefir það fundizt í heilbrigðu fólki, sem hefir haft samvistir við sjúk- linga. Hvort menn geta verið virusberar í langan tíma, er eld<i vitað með vissu ennþá. Það hef- ir fundizt í skolpræsum og i flugum. Til þessa hefir C virus fund- izt í eftirtöldum löndum: — Bandaríkjunum, Canada, Al- aska, Cuha, Danmörku, Svíþjóð, Englandi, Sviss og Israel. Það finnst tíðast seinni part sumars og á haustin. Smitnæmi er jafnt hjá konum og körlum, og virð- ist mest hjá fólki undir tvílugs aldri, þó menn geti sýkzt hve- nær sem er á lífsleiðinni. Alitið er að menn smitist bæði beint frá manni til manns og óbeint af hlutmn, vatni, mjólk og öðrurn fæðutegundum. Meðgöngutím- inn er 2—9 dagar, algengast er að menn sýkist 3—5 dögum eft- ir að þeir smitast. Fysiskir og biologiskir eigin- leikar C virus og pohomyelitis virus eru að ýmsu leyti hkir, en ekki að öllu leyti. T.d. er hitaþol C virus meira. Smit- næmi dýra er frábrugðið og einnig ræktunareiginleikar. C virus sýkir ekki önnur dýr en ný fæddar mýs og hamstra. Polio- myelitis virus sýkir ekki önnur dýr en rhesus apa, þegar Lans- ing stofninn er undanskilinn, en meðhonum má sýkja fullorðnar mýs. C virus er hægt að rækta í frjógvuðum hænsnaeggjum, i kjúldingafóstrum og í gulu- poka vef, en poliomyelitis virus ekki. A mönnum valda þessar sóttkveikjur ákveðnum, og venjulega mjög ólíkum sjúk- dómum, en þó geta þær, eins og síðar verður minnzt á, valdið sjúkdómsmyndum, sem ekki er hægt að greina hvora frá annari með almennri kliniskri rann- sókn. Báðar valda þær mótefna- myndun í blóði sjúklingsins. Mótefni gegn C virus finnast nokkrum dögum eftir sýkingu og ná hámarki 2—3 vikum eftir að sjúkdómseinkenni byrja. I mannsblóði hafa þau fundizt <S mánuðum eftir sýkingu. Lengii athugunartimi er ekki kunnur.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.