Læknablaðið - 01.12.1956, Blaðsíða 18
128
LÆKNABLAÐIÐ
og er það 42% og 10, 3% lifa
það lengi af heildartölunni.
Af þeiin 13 sem skornir voru
upp eftir 1951, og því ekki tíma-
bært að dærna um, cru ennþá á
lífi 10, þar af 2 eftir 4—5 ár
og 5 eftir 3—4 ár, svo ekki er
ólíklegt að hlutfallslega jafn
margir af þeim verði á lífi eft-
ir 5 ár.
En sé athuguð útkoman hjá
öllum cancer ventric. sjúkl. i
Sct. Jósefsspítala þessi ár, en
þeir voru alls 193, verður hún
lítið verri með tilliti til þess,
hve margir hafa lifað í 5 ár
.eða lengur, eða 40%, en af
he'ldartölunni lifa 8% það
lengi. Munurinn liggur í lægri
hundraðstölu þeirra er gagn-
gera aðgerð hlutu (28%) og
hærri dánartölu eftir aðgerð-
ina, (20,3%).
Höf. dylst þó ekki, að þessi
góða útkoma byggist að veru-
legu leyti á tilviljun, bæði
vegna þess hve hér er um fáa
sjúkl. að ræða og að tiltölulega
margir þeirra hafa haft góð-
kynja tegund meinsemda.
Þannig höfðu aðeins 2 af 9 þess-
arra síðustu tilfellna höf.,
meinvörp í eitlum við smásjár-
skoðunina. — En dæmi eru til
að um eða yfir 70% meinvarpa-
lausra lilf.ellna lifi í 5 ár eða
meira, miðað við subtotal re-
section á maganum.
Aðgreining sjúkdómsins.
En ekki er óeðlilegt að manni
geti einnig dottið í hug, að
greining sjúkdómsins i þessu
sjúkratali hafi ekki ævinlega
v,erið örugg, þar sem allmargir
sjúklinganna lifðu í fjöldamörg
ár, ekki sízt þegar á það er lit-
ið, að aðgreiningin var í nokkr-
um tilfellum ekki staðfest með
smásjárskoðun.
Rétt er því að gjöra nánari
grein fyrir þeim sjúklingum, er
lifðu í 5 ár eða lenur eftir að-
gerðina, en þeir reyndust alls
vera 23*) að tölu.
(Sjá töflu IV.)
Hér er um 10 konur og 13
karlmenn að ræða, svo að
miklu fleiri konur hafa lifað
lengi eftir aðgerðina, lilutfalls-
lega ,en karlmenn. Allir voru
yfir sextugt, 1 karlmaður yfir
sjötugt og ein kona er var að-
eins 37 ára.
Allir liafa þeir liaft sérkenn-
andi (typisk suhj. og obj. ein-
kenni upp á cancer ventriculi,
nema 7 er höfðu einkenni er
minnt gátu á ulcus pepticum
bæði kliniskt og röntgeno-
logiskt, en operationin og smá-
sjárskoðunin sýndu greinileg-
an cancer. Um subj. einkenni
hjá 2 sjúkl. er ekki vitað. Sára-
grunuðu sjúldingarnir höfðu
allir hærri magasýrur, en hinir,
sem allir höfðu achylia, en frí
saltsýra (Giinsburg) fannst þó
ekki í magainnihaldinu.
Ótvíræð röntgeneinkenni
*
) Miðað við okt. 1956.