Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1956, Page 31

Læknablaðið - 01.12.1956, Page 31
LÆKNABLAÐIÐ 141 e. meðan þófinn er að byrja að rýrna, má því búast við renni- hreyfingu milli liðbolanna hjá heilbrigðum, og hjá sjúkling- um með hryggjarliðsskrið má búast við að þessi hreyfing verði meiri en hjá heilbrigðum, þar eð þeir hafa auk þess smá- liði, sem ,ekki starfa eðlilega. Þetta skýrist að nokkru af niynd 4. Efri myndin er af 36 ára konu með hryggjarliðs- skrið í IV. lendarlið. Neðri myndin er af konu á fimmtugs- aldri, þar sem allur boginn á III. lendarlið hefur verið num- inn burtu vegna taugarótar- æxlis. Þessar myndir eru um margt samkynja, og skýra að nokkru það sem sagt hefur ver- ið um hreyfingar liðbolanna, og áhrif þófarýrnunar og smá- liða á þær. Við athugun efri myndar 4, sést að við bolbeygju myndar grunnflötur skriðliðs hvasst horn við grunnlínu næsta liðs fyrir neðan, en grunnfletir næstu liða ofan og neðan við eru samsíða í þessari stöðu. Neðra hornið á IV. lendarlið liggur fyrir framan mælilínu, sem nemur 6 mm. Vlð bolfettu (efri-aftari mynd 4) mynda grunnlínurnar hvasst horn i fram á við og hornið á IV. lend- arlið færist fram og mælist nú hggja 9 mm framan við mæli- línu. Staða grunnlínanna gefur ótvírætt til kynna, að þófinn neðan við skriðliðinn sé faxúnn 4. mynd. — AS ofan hliðarmyndir af hrygg á 3G ára konu með hryggj- arliðsskrið i IV. lendarlið. — Að neð- ■an hliðarmynd af hrygg á fimmt- ugri konu, þar sem numinn hefur verið burt allur liðbogi III. lend- arliðs. að rýrna. Ef bornar eru sarnan efri og neðri myndin á mynd 4, sést að samkynja ofhreyf- ing á sér stað á þeirn hryggjar- lið sem búið er að nerna burt af liðbogann, og þeim, sem losið er í, og þ,essi ofhreyfing getur ekki stafað af öðru þar, en að liðboginn og smáliðirnir stýra ekki liðnum, eins og þeir gera í heilbx-igðum hryggjarlið. Það er þvi af framansögðu ljóst, að ekki er nauðsynlegt að útskýra stöðumun þann, sem fram kemui- á mynd 3 sem ski-iðaukningu, heldur getur

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.