Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1956, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.12.1956, Blaðsíða 26
136 LÆKNABLAÐIÐ hryggþófarýrnun, enda orsakir oftast svipaðar, — ofhreyfing og ofreynsla á viðkomandi liryggjarsvæði, aukin áreynsla á liðpoka, liðbönd og smáliði, og þreyta i vöðvum. Samfara bakverknum er oft- ast verkur út í lendar, jafnt báðum megin. Þetta er að jafn- aði vöðvaverkur, og er álitinn slafa af stöðubreytingu mjaðmagrindarinnar við aukna fettu, sem kemur fram í lendarliðum. Leggi verkina niður gang- limi, stafar það af því að tauga- ræturnar, sem mynda settaug- ina, verða fyrir hnjaski á leið sinni út frá hryggnum. Stund- um koma þessir verkir ein- göngu fram við áreynslu og hreyfingar, og stafar það af þvi, að þá verður rótin fyrir hnjaski og ertingi við ákveðn- ar stöður hryggjarins. Þegar verkurinn i ganglim er stöðug- ur, veldur honum beinn þrýst- ingur brjóskhnúðsins eða lið* bogans á viðkomandi tauga- rót. Útbreiðslusvæði verkj- anna geta verið þau sömu, hvort sem um er að ræða ert- ing eða þrýsting, en þau ein- kenni er fram koma við skoð- un .eru giörólík eins og síðar verður vikið að. Yið skoðun á sjúklingi með hryggjarliðsskrið er oft að finna mjög einkennandi útlits- breytingar á hryggnum. Allur búkurinn virðist styttur og eins og genginn niður í grindina, sem er töluvert snúin fram á við. Bilið milli rifjahylkis og mjaðmarspaða er minkað, og við langt gengið skrið hvíla rifin á grindinni til hliðanna. Spjaldbeinið er áberandi út- stætt vegna snúnings grindar- innar fram á við, en hryggtind- ur neðsta lendarliðs er enn meira áberandi, og fyrir ofan hann er holumyndun eða hilla, og út frá henni til beggja hliða djúpar þverfellingar í holdið. Sveigjan framávið í lendai’- liðum er talsvert aukin, en það er meira sem hvöss beygja of- an við skriðliðinn, en jöfn sveigja, og oft jafnast beygjan aftur með lítilli sveigju aftur í efstu lendarliðum og neðstu brjóstliðum. Ilreyfing mjó- hryggjarins er mikið minnkuð, einkum beygja framávið, en venjulega ná þó sjúklingar til gólfs með fingurgómum, en hreyfingin verður ekki í mjó- baki, heldur gerist sem felling fram í mjaðmarliðum. Hliðar- hreyfingar eru jafnan eðlileg- ar. Eins og áður sagði, þá eru einkennin, s,em fram koma við skoðun, mismunandi eftir þvi hvort um ertingsverk eða þrýst- ingsverk er að ræða. Ef um er að ræða ertingsverk i ganglim eru litil eða engin einkenni finnanleg við skoðun, Laseque
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.