Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1956, Side 26

Læknablaðið - 01.12.1956, Side 26
136 LÆKNABLAÐIÐ hryggþófarýrnun, enda orsakir oftast svipaðar, — ofhreyfing og ofreynsla á viðkomandi liryggjarsvæði, aukin áreynsla á liðpoka, liðbönd og smáliði, og þreyta i vöðvum. Samfara bakverknum er oft- ast verkur út í lendar, jafnt báðum megin. Þetta er að jafn- aði vöðvaverkur, og er álitinn slafa af stöðubreytingu mjaðmagrindarinnar við aukna fettu, sem kemur fram í lendarliðum. Leggi verkina niður gang- limi, stafar það af því að tauga- ræturnar, sem mynda settaug- ina, verða fyrir hnjaski á leið sinni út frá hryggnum. Stund- um koma þessir verkir ein- göngu fram við áreynslu og hreyfingar, og stafar það af þvi, að þá verður rótin fyrir hnjaski og ertingi við ákveðn- ar stöður hryggjarins. Þegar verkurinn i ganglim er stöðug- ur, veldur honum beinn þrýst- ingur brjóskhnúðsins eða lið* bogans á viðkomandi tauga- rót. Útbreiðslusvæði verkj- anna geta verið þau sömu, hvort sem um er að ræða ert- ing eða þrýsting, en þau ein- kenni er fram koma við skoð- un .eru giörólík eins og síðar verður vikið að. Yið skoðun á sjúklingi með hryggjarliðsskrið er oft að finna mjög einkennandi útlits- breytingar á hryggnum. Allur búkurinn virðist styttur og eins og genginn niður í grindina, sem er töluvert snúin fram á við. Bilið milli rifjahylkis og mjaðmarspaða er minkað, og við langt gengið skrið hvíla rifin á grindinni til hliðanna. Spjaldbeinið er áberandi út- stætt vegna snúnings grindar- innar fram á við, en hryggtind- ur neðsta lendarliðs er enn meira áberandi, og fyrir ofan hann er holumyndun eða hilla, og út frá henni til beggja hliða djúpar þverfellingar í holdið. Sveigjan framávið í lendai’- liðum er talsvert aukin, en það er meira sem hvöss beygja of- an við skriðliðinn, en jöfn sveigja, og oft jafnast beygjan aftur með lítilli sveigju aftur í efstu lendarliðum og neðstu brjóstliðum. Ilreyfing mjó- hryggjarins er mikið minnkuð, einkum beygja framávið, en venjulega ná þó sjúklingar til gólfs með fingurgómum, en hreyfingin verður ekki í mjó- baki, heldur gerist sem felling fram í mjaðmarliðum. Hliðar- hreyfingar eru jafnan eðlileg- ar. Eins og áður sagði, þá eru einkennin, s,em fram koma við skoðun, mismunandi eftir þvi hvort um ertingsverk eða þrýst- ingsverk er að ræða. Ef um er að ræða ertingsverk i ganglim eru litil eða engin einkenni finnanleg við skoðun, Laseque

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.