Læknablaðið - 01.12.1956, Blaðsíða 33
læknablaðið
143
5. mynd. — Myelografi af hryggjar-
liðsskriði. Hliðarmynd.
Hinn sjúklingurinn var telpa
15 ára. Hún fékk snögglega
verk í mjóhrygg og ganglim, og
röntgenskoðun sýndi að um all-
niikið hryggjarliðsskrið var að
i'æða á neðsta lendarlið. Fyrst
var reynd hvíld og línbolur, en
án bata, verkurinn i ganglimn-
um var svo heiftarlegur, að
hún gat ekki liaft fótavist. Gerð
var mjrelografia, sem reyndist
jákvæð. Síðan var gerð skurð-
aðgerð eins og áður ,er lýst, og
numinn burtu lausi liðboginn.
hað kom i ljós, að þarna var
feyran i Lðboganum ekki fyr-
irferðarmikil, hins vegar var
stöðubreyting hryggjarliðsins
það mikil, að S.I rótin klemmd-
ist m lli bogans og efri brúnar
spjaldbeins.
Batinn hjá þessum sjúkling-
um báðum var eins gleðilegur
og venjulega er eftir skurðað-
gerð við hryggþófahaul. Verk-
urinn í ganglimnum var horf-
inn strax eftir aðgerðina, en
þreytuverkurinn i bakinu hélzt,
og á því hafði ekki orðið breyt-
ing 6 mánuðum eftir aðgerð-
ina.
f þessum tveim sjúkrasögum
hef ég þegar lýst að nokkru
meðferð við hryggjarliðsskrið,
en vil samt gera henni ljósari
skil með nokkrum orðum.
Hjá börnum og unglingum
eru aðaleinkennin þreytuverk-
ur í baki, og þá í sambandi við
áreynslu. Oft tekst að halda
þessum unglingum óþæginda-
litlum með hryggæfingum. Ef
þelta nægir ekki verður að
grípa lil róttækari ráðstafana
svo sem liryggstoða, annað
livort úr leðri eða dúk. En það
sem mestu máli skiptir fyrir
6. mynd.— Myelografi af hryggjar-
liðsskriði. Skámynd.