Læknablaðið - 01.12.1956, Blaðsíða 34
144
LÆKNABLAÐIÐ
þessa unglinga er að þeim sé
leiðbeint um vinnuval, og
hjálpað til að velja sér ævi-
starf, sem ekki verður þeirra
veika baki ofviða.
Hjá fullorðnum eru það bol-
irnir, sem bezt reynast, flestum
nægja línbolir, en oft þarf að
grípa til leðurbola. Oft nægir
sjúklingum að nota bolinn við
vinnu, en ganga lausir þess í
milli.
Hin viðurkennda skurðað-
gerð við hryggjarliðsskriði hef-
ur verið spengingin, þ. e. að
festa saman 2 eða fleiri hryggj-
arliði og þá við spjaldbein.
Þessi aðgerð var allmikið not-
uð áður, en er nú víðast ein-
skorðuð við þá sjúklinga, sem
ekki tekst að halda vinnufær-
um með bolum, og hafa auk
skriðsins þófabreytingar víðar
í hryggnum.
Mörgum aðferðum hefur ver-
ið lýst til þess að gera festingu,
en ég hygg, að víðast sé nú not-
uð aðferð, sem er samsuða af
hinum upphaflegu uðferðum
þeirra Hibbs og Albees. Skorið
er inn á hryggtindana og b,ein-
himnan losuð frá. Brjósk smá-
liðanna er numið burtu og
greyptar beinflísar í liðina.
Síðan er beinspöng, venjulega
úr leggbeini, fest við hrygg-
tindana og þakið milli liðbog-
anna m.eð frauðbeini. Þetta
grær síðan í beinhellu, ef vel
tekst.
Síðan lýst var aðgerðinni,
sem fyrr er nefnd um brottnám
bogans, er nokkuð deilt um,
livort það skuli gera áður en
spenging er gerð, og sýnist sitt
hverjum en sjálfsagt virðist að
gera það, ef minnsti grunur er
um þrýstingseinkenni frá bog-
anum.
Eng nn hefur enn viljað ráð-
leggja festingu á börnum til
þess að fyrirbyggja hugsanlega
skriðaukningu, en vera má, að
það sé framtíðarlækningin, og
kemur þá til kasta barna og
skólalækna að vinsa þessi börn
úr nógu snemma.
Heimildir :
1. Friberg S.: Studies on Spondylo-
listhesis. Act. chir. scand. Suppl.
LV.
2. Mercer W.: Orthopaedic Surgery.
Arnold. London 1950.
3. Taillard W.: Le spondylolisthesis
ches l’anfant et l’adolcscent. Act.
ort. scand. 115—144. 1954.
4. Broman—Hjortsjö: Manniskans
rörelseapparat. Gleerup. Lund.
1952.
5. Year-Book of Orthopaedics and
Traumatic Surgery 1952. 192—
194.
6. Adkins E. W. 0.: Spondylolisth-
esis. J. Bone and Joint Surg. 37.
B. 48—62.
7. J. Bone and Joint Surg. 38. A.
933—934.
8. Gill G.: Surgical Treatment of
Spondylolisthesis without Spine
Fusion. Excision of the Loos La-
mina with Decompression of the
Nerve Roots. J. Bone and Joint
Surg. 37. A. 493—520.
9. Bosworth, D.: Spondylolisthesis.
J. Bone and Joint Surg. 37. A.
767—785. ,