Læknablaðið - 01.12.1956, Blaðsíða 50
160
LÆKNABLAÐIÐ
1. Ryklungu, sem ekki
stafa af kísil.
2. Blóðsjúkdómar og eitr-
anir á vinnustöðum.
3. Eituráhrif nýrra efna,
sem notuð eru i iðnaði.
4. Isotopar og eiturfræði.
5. Skaðleg áhrif geisla-
virkra efna og varnir
gegn þeim.
6. Sjúkdómar af þreytu og
áreynslu.
C. Heilsuverndarstarf
hjúkrunarkvenna á
vinnustöðum (Indu-
strial Nursing).
D. Ilúðsjúkdómar, augn-
sjúkdómar o. fl.
(frjálst umræðuefni).
Á ráðstefnunni verða sýndar
kvikmyndir um heilsuvernd á
vinnustöðum.
Þann 7. júlí verða heimsótt-
ar ýmsar finnskar verksmiðj-
ur og vinnustaðir og enn frem-
ur sjúkrahús. Auk þess verð-
ur alþjóðleg tæknileg sýning i
sambandi við ráðstefnu þessa,
og verða sýndar þar fram-
leiðsluvörur lyf j averksmiðj a,
lækningatæki ýmis konar og
öryggistæki fyrir vinnustaði.
Bæði á undan og á eftir ráð-
stefnunni gefst tækifæri til að
kynna sér heilsugæzlu við
störf í Finnlandi og á öðrum
Norðurlöndum.
Frekari upplýsingar gefur
borgai'læknir, Reykjavík.
Lœknaþíng
Dagana 19.—23. ágúst 1957
verður í Stokkliólmi háð annað
alþjóðaþing i Evrópu er fjallar
um kliniska efnafræði. Á þing-
inu verða rædd öll þau mál er
varða þessa fræðigrein, en þó
sérstaklega: Enzym, sem hafa
þýðingu við sjúkdómagrein-
ingu, áhrif hormóna á elektro-
lyta, kromatografiskar rann-
sóknaraðferðir og hagnýtingu
þeirra og efnasamsetningu
polysakkaríða.
í sambandi við þing þetta
verður sýning á rannsóknar-
tælcjum. — Þeir læknar, sem
hafa í hyggju að sækja þingið
geta fengið nánari upplýsingar
um það hjá undirrituðum.
Bjarni Konráðsson.
Embættispróf í læknisfræði
vorið 1956. Leiðrétting.
í 4.—5 tbl. bls. 75 er prófseinkunn
Daníels Daníelssonar talin I, 172%
en á að vera I, 181%.
FÉI.AGSPRFNTSMIÐJAN H.F.