Læknablaðið - 01.02.1965, Qupperneq 63
LÆKNABLAÐIÐ
29
innan 15—20 mín. og einhver
áhrif finnast upp í 60—90 mín.
Áhrif og vörn þess til að verka
á móti vagus-áhrifum eru því
hnignandi, þegar aðgerð hefst,
og ekki til nema fvrri liluta
meðalstórra eða stórra aðgerða.
Skynsamlegra sýnist því að gefa
atropinið inn í hláæð, áður en
svæfing hefst.
5. Greining.
Þar sem svo stuttur tími má
líða frá því hjartað stöðvast og
árangursrík meðferð er sett í
gang, er skjót greining á ástand-
inu mjög mikilvæg og elcki unnt
að bíða eftir fullkomnustu tækj-
um til hjálpar, heldur verður
að notast við klínikina og tæki
siðar, ef til eru.
Það, sem lielzt þarf að fara
eftir, er eftirfarandi:
1) Æðasláttur.
2) Lithimnuviðbragð.
3) Ctlit sjúklings.
4) Blæðing hættir.
5) Monitor á hjarta.
6) Ekg. — EEg.
1) Sláttur hverfur í stóru
æðunum, og er það eitt út af
fyrir sig aðalatriðið og nóg lil
að ákvarða sjúkdómsgreining-
una og ástæðulaust að fara að
lilusta hjartað (tímaeyðsla). Að-
gengilegust er arteria carolis, en
meginæð (aorta) auðvitað, ef
sjúklingur liggur „opinn“ á
skurðhorðinu.
2) Ljósop (pupilla) víkkar
strax við hjartastöðvun, en er
ekki alveg öruggt merki, því
að það sama gerist við súrefnis-
skort og áhrif ýmissa lyfja,
einnig við liypothermia (kæl-
ingu). Árangur meðferðar má
nokkuð dæma, ef ljósop þrengj-
ast við hjartahnoð, því að þá er
blóðrás til heilans næg.
3) Útlit sjúklings getur bent
lil þessa. Andlit og varir verða
öskugráar á nokkrum sekúnd-
um. Stundum geta krampar
verið fyrsta merkið.
4) Blæöing úr slagæðum
Iiæltir, og tekur skurðlæknirinn
oftast fyrstur eftir því, en sjald-
an er þetta liður 1 greiningunni.
5) Monitor er gott að hafa í
gangi. Hann gefur upp um reglu
eða óreglu á hjartslætti miklu
fvrr en svæfingarlæknir tæki
eftir því, en hann hefur sérstak-
lega í byrjun svæfingar um
margt að hugsa. Tíslið i moni-
tornum hverfur, þegar blóð-
þrýstingur fellur niður fyrir 50
mm Hg.
Electrocardioscop er nú víða
notað með enn betri aðvörun.
6) Hjarta-rafrit er nauðsyn-
legt að fá eins fljótl og kostur
er lil að greina fibrillatio og
vita, hvort defibrillatio er nauð-
synleg, því að mjög sjaldgæft
er, að fibrillatio hverfi að öðr-
um kosti. Niðurstöðurþessa eru:
Þreifing á slagæö er nægjanleg
í byrjun til að vita, hvaö um
er að ræða og hefja aðgerðir.