Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1965, Side 21

Læknablaðið - 01.04.1965, Side 21
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI ÍSLANDS OG LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR BJARNASON. Meðritstjórar: MAGNÚS ÓLAFSSON og ÞORKELL JÓHANNESSON (L. í.), ÓLAFUR GEIRSSON og ÁSMUNDUR BREKKAN (L. R.) 49. árg. Reykjavík, apríl 1965. 2. hefti. . 3 ^urÉur (ju&munJi. iion: HYPERPARATHYREOIDISMUS PRIMARIA. Sögulegt yfirlit. Árið 1852 lýsti enskur líffæra- fræðingur og dýrafræðingur, Richard Owen að nafni, fvrstur manna glandulae parathyreoi- deae, svo nefndum vegna ná- lægðar þeirra viðskjaldkirtilinn. Ekki var skepnan, sem þennan heiður hlaut nein smásmíði, því að hér var um sjálfan hippopo- tamus, flóðhestinn, að ræða. Ekki var Owen Ijóst, hver starfsemi þessara kirtla væri, og gerist lítt í sogunni fvrr en 50 árum seinna, að Erdheint og Askenazy koma fram með kenninguna um, að samband sé á milli æxlis í kölkungum (gll. parathyreoidea) og osteitis fib- rosa cystica, en þeim sjúkdómi lýsti von Reeklinghausen árið 1890 án þess að gera grein fyr- ir réttri orsök hans. Eftir uppgötvun þeirra Aske- nazy og Erdheim árið 1903 verður heldur afturför en hitt í leit manna að sannleikanum um þessi mál, því að hald manna varð smám saman, að kalkkirtlastækkun eða æxliværi afleiðing fremur en orsök bein- sjúkdóma. Þetta er að vísu skilj- anlegt, þegar á það er litið, að þeir settu beinkröm og osteo- malacia í flokk með osteitis fi- hrosa cyslica, en um þá fyrst- nefndu er það nú vitað, að kalk- skortur þeirra veldur stækkun á kölkungum. Samt kemur uppástunga frá meinafræðing- unum Schlangenhaufer og Ma- resh, að hugsanlegt sé, að æxli í kölkungum geti e.t.v. verið or- sök osteitis fihrosa cystica, og því mögulegt, að lækna megi sjúkdóminn með hrottnámi

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.