Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1965, Side 52

Læknablaðið - 01.08.1965, Side 52
74 LÆKN ABLAÐIÐ læknanna, sem ber hita og þunga af rannsókn og stund- un sjúklinganna á spítalan- um (þ. e. þeir, sem leggja sjúklingana inn á spítalann). Eftir atvikum vestra eru þessir læknar sérfræðingar eða almennir heimilislækn- ar eða hvoru tveggja. Þessir læknar hafa eklci aðeins þá aðstöðu að geta lagt sjúkl- inga inn á spítalann, heldur liafa þeir skvldur gagnvart spítalanum og öðrum lækn- um á honum. Þeir eru kjarni spítalans, liafa kosningarétt til nefnda spítalans, sitja í þeim nefndum, sem stjórna spítalanum, ráða nýja lækna, fylgjast með vinnu, stjórna og undirbúa fundi og svo framvegis. Þeir hafa meiri og minni kennsluskvldu og hera áhyrgð á læknisþjón- ustunni. Þeir, sem heyra til þessum hópi, njóta ekki að- stöðu sinnar innan spítalans nema eitl ár í senn. Þeir geta eftir atvikum starfað á öðr- um spítölum líka. Ef íslenzkir spítalar yrðu „opnaðir“, mundu þeir lækn- ar, sem þar eru nú, í upp- hafi mynda kjarnann i „ac- tive staff“. 3. Consulting staff. Þetta eru sérfræðingar, sem þurfa að fullnægja ákveðnum skilyrð- um, og er venjulega um að ræða sérfræðinga í undir- greinum.. „Consultant“ þarf ekki að tilheyra „active staff“ á neinum spítala, heldur get- ur hann verið ráðgefandi á einum eða mörgum spítöl- um. Ilann gæti líka heyrt til „aetive staff“ (stundað sína eigin sjúklinga) á ein- um eða fleiri spítölum og jafnframt verið ráðgefandi í sérgrein sinni á þeim spít- ölum. 4. Honorary staff. Þetta eru venjulega þeir lælcnar, sem hafa heyrt til „active staff“, en eru komnir yfir aldurs- takmörk. Þeir geta lagt inn og stundað sjúklinga, cn hafa losnað undan flestum skyldum í samhandi við nefndarstörf og því um likt. 5. Courtesy staff. Þá er um að ræða lækna, sem eru í tengslum við spítalana, en ekki er hægt að heimfæra undir áðurnefnda floklca. Þessi upphygging er ekkert frumleg og ákaflega einföld. Hvernig eru þessir menn vald- ir? Hvorki af fjárveitingavaldi né sjúkrahúsnefnd ófaglærðra manna. Joint Commission hef- ur ákveðnar reglur um þetta. Læknarnir ráða sjálfir, hverjir eru teknir. Umsækjandinn sæk- ir um að komast á „active staff“ og/eða sem „consultant“. Sérstök nefnd lækna spítalans, Credentials Committee, sem venjulega er skipuð vfirlæknum það og það skiptið, athugar hæfni hans og mælir með eða

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.