Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.09.2011, Page 38

Fréttatíminn - 16.09.2011, Page 38
Ekkert miðað við pabba T Tvisvar á ári grípur menn megrunar- og þjálfunar- æði, eftir áramót að lokinni matarorgíu stórhá- tíðanna og á haustin, að loknum sumarleyfum. Á þessum tímamótum vilja menn byrja nýtt líf og margir gera það eflaust – aftur og aftur. Janúar er sennilega aðaltíminn en september gefur honum lítið eftir. Í blöðum og bæklingum sem berast inn um lúgurnar um þessar mundir blasa við auglýs- ingar um bætt líf og betri heilsu með breyttu mat- aræði og hreyfingu. „Við getum það allar,“ segir Linda Pé og brosir blítt til allra kynsystra sinna, nánast fullkomin í forminu, borðar bara hollt og hreyfir sig dagana langa. Karlarnir fá sinn skammt og á vinnustöðum er jafnvel boðið upp á bumbukeppni nú þegar hausta tekur. Slíkum áskorunum mun fremur beint á karlkyninu enda hættir því fremur til að safna bumbu en kvenkyninu. Menn eru hvattir til að ryðja öll- um eftirlegubjór sumarsins úr kæliskápnum og fylla hann þess í stað af próteinsjeik og skyri. Vömbin skal burt. Bjór ku vera helsta orsök kúlumyndunar á miðju karla. Majónesur og fleira jukk sem karlar nota til að koma grænfóðri niður þykir heldur ekki fegurðaraukandi. En maturinn einn er ekki nóg. Menn verða víst að hreyfa sig líka til að bæta líkamsvöxtinn eftir því sem hægt er og náttúran leyfir; ganga, hlaupa og lyfta. Ég horfi á starfsfélaga mína plana haustræktina, matarkúrana og líkamsræktina alla – en fer mér þó hægt. Ég nenni varla að taka þátt í fitumælingum þeirra og hlaupaplönum. Kemur þar einkum til að ég er eldri og hef því afsökun fyrir því að taka því rólega. Hitt er að af genetískum ástæðum safnast ekki mikil fita á mig, sem auðvitað ber að þakka. Þó má fljótt sjá á slíkum belgjum hafi síðsumardagar kallað á einn kaldan eða tvo í vinnulok. Mjónurnar verða þá eins og bókstafurinn þ í laginu. Það er ekki fallegur líkams- vöxtur. Sumir hafa yndi af líkamsrækt. Pistilskrifarinn er ekki einn þeirra. Það bjargaði leikfimitímunum í gamla daga að Valsarinn góðkunni, Árni Njálsson, skipti frekar í lið en að láta okkur drengina djöflast á hestum og dýnum. Handboltinn var miklu betri kostur enda framleiddi Árni meistaraflokksmenn og landsliðs- menn Víkinga á færibandi þegar handknattleiks- deild þess ágæta íþróttafélags var upp á sitt besta. Einn og einn fór að sönnu í Val, enda stutt á milli austurbæjarfélagnna. Ég var ekki í þeim afreks- mannahópi en hafði engu að síður gaman af bolta- tímunum. Keppni gerir hreyfinguna bærilega, hvort heldur er fótbolti, handbolti eða annað. Á fullorðinsárum lét skrifarinn þær göfugu íþróttagreinar þó eiga sig en náði bærilegum árangri í hópi starfsfélaga í öðrum merkisgreinum, keilu og hniti – badmintoni vel að merkja. Hreyfingin er fín í hnitinu en hið sama verður varla sagt um keiluna. Þegar eiginkonunni blöskraði hreyfingarleysið og óhollustan á bóndanum hvatti hún hann til að kaupa á líkams- ræktarkorti. Ekkert minna en árskort dugði en nýtingin var skammarlega léleg, sennilega fjögur skipti, kannski fimm. Konan gerði sér grein fyrir að fullreynt var með þá tilraun og sá þá til þess að fjárfest var í þrektæki fyrir þann sófalæga. Eftir skoðun var ákveðið að kaupa einhvers konar skíðagöngu- tæki. Það átti að auka þrek og þol. Eina hreyfingin sem fékkst út úr því var að setja tækið saman. Ég rekst annað slagið á það rykfallið í bílskúrshorninu. þ.e. þegar ég reyni af veikum mætti að taka til í þeirri vistarveru. Minn góði betri helmingur sætti sig við örlög skíðavélar- innar en taldi þjóðráð að geyma þrekhjól fyrir son okkar þegar hann fór til langdvalar í öðru landi. „Þetta er akkúrat tækið fyrir þig, elskan,“ sagði hún. „Þú getur sest á hnakkinn og hjólað að vild og horft á sjónvarpið um leið. Þú nærð hálftíma á dag ef þú hjólar á meðan þú horfir á fréttirnar og veðrið, það eina sem þú hefur dálæti á í sjón- varpinu.“ Ég prófaði einu sinni. Það var átakanlega leiðinlegt. Sem gutti hafði ég gaman af hjólreiðum, fór víða á gamla Hopper- hjólinu mínu, jafnvel þótt það væri með rauðum eða rauð- bleikum dekkjum. Sá litur þótti ekki við hæfi á drengjahjóli þótt hjólhesturinn væri ekki lagður í einelti með sama hætti og austur-þýska Möve-hjólið sem Þórarinn Eldjárn gerði ódauð- legt í kvæði sínu. En að hjóla og sitja fastur á sama stað þótti mér út í hött. Þrekhjólið hefur síðan staðið við hliðina á skíðavélinni í bíl- skúrnum, jafn rykfallið. Sonur okkar er fluttur heim og grefur það væntanlega úr skúrhorninu innan tíðar. Hann þarf ekki að kvarta undan því að faðirinn hafi jaskað apparatinu út. Þessi september verður því eins og aðrir september- og janúarmánuðir hjá mér. Ég læt líkamsræktaræðið fram hjá mér fara. Sú ákvörðun getur kostað tímabundinn álitshnekki eins og þegar fimm ára sonardóttir okkar var í vist hjá afa og ömmu á dögunum. „Afi,“ sagði stúlkubarnið, „má ég sjá handleggsvöðvann þinn?“ Pabbinn hafði greinilega þanið sig eitthvað fyrir framan hana eftir lík- amsræktartíma nú í haustbyrjun. Ég spennti hægri upphandleggs- vöðvann eins og framast var unnt. Afastúlkan greip á grjóthörðum vöðvanum – að mér fannst að minnsta kosti – og sagði, í sakleysi æskunnar: „Iss, þetta er ekkert miðað við pabba!“ Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Íslenska sjávarútvegssýningin 2 0 11 Smárinn, Kópavogur • September 22-24 www.icefish.is Samstarfsaðili um flutninga SkipuleggjandiAlþjóðleg útgáfa Opinber íslensk útgáfa Eini viðburðurinn sem nær til íslenska sjávarútvegsins í heild sinni * Alþjóðlegar VIP-sendinefndir verða á staðnum * Íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða afhent í fimmta sinn þann 22. september 2011 Forðist biðraðir og sparið fé! Skráið ykkur á Netinu á www.icefish.is til þess að spara 20%! Allt fyrir atvinnumenn í sjávarútvegi frá veiðum til vinnslu og dreifingar á fullunnum afurðum Stuðningsaðilar eru: • Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytið • Utanríksráðuneytið • Samtök iðnaðarins • Fiskifélag Íslands • Landssamband íslenskra útvegsmanna • Landssamband smábátaeigenda • Samtök fiskvinnslustöðva • Farmanna- og fiskimannasamband Íslands • VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna • Sjómannasamband Íslands • Félag atvinnurekenda • Samtök verslunar og þjónustu • Íslandsstofa • Fiskifréttir Nánari upplýsingar veitir Marianne Rasmussen-Coulling í síma +44 (0) 1329 825335, netfang: mrasmussen@mercatormedia.com Íslenska sjávarútvegssýningin er atburður á vegum Mercator Media Opinbert flugfélag/loftflutningafélag & hótelkeðja _Icefish 2011 151wx200h_06.09.11_Icefish 06/09/2011 10:25 Page 1 Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Tækifærisdagar í verslun okkar. Splunkuný gerð af Siemens þvottavél á flottu Tækifærisverði. Tekur mest 7 kg, 1400 sn./mín. 15 mínútna hraðkerfi. WM 14Q360SN Tækifæri Tækifærisverð: 129.900 kr. stgr. (Fullt verð: 164.900 kr.) Ariel þvottaefni og Lenor mýkingarefni fylgja með öllum Siemens þvottavélum. 30 viðhorf Helgin 16.-18. september 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.