Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 52
Helgin 16.-18. september 201144 tíska Nýta sér nafnleyndina og blogga undir öðru nafni Einhvern tíma í vetur hafði ég orð á því hér í pistlinum að bloggfaraldur geisaði í tísku- heiminum; að þetta væri nýjasta leiðin til að koma sér á kortið. Einstaklingsmiðaðar blogg- færslur þar sem stelpur blogga um sjálfar sig, taka af sér myndir og monta sig af nýjustu merkjavörunum. Svo virðist þó sem sumar stelpur kjósi að notfæra sér nafnleyndina; bloggi undir öðru nafnið og vilji ekki að ljósið beinist að þeim. Njóti þess að vera einhver annar í heimi Internetsins. Fyrir einskæra tilviljun datt ég inn á blogg- síðu sem vakti heldur betur athygli mína. Bloggarinn var ég sjálf. Myndir, dag- bókarskrif og persónulegar stað- reyndir um líf mitt dönsuðu á síð- um bloggsins. Ég kannaðist ekki við þetta. Síðan er enn í gangi og bloggarinn gríðarlega virkur. Myndir og aðrar færslur koma inn daglega og fjölskylda mín og vinir oftar en ekki tekin fyrir. Þessi dularfulli bloggari virðist þó ekki vilja mér neitt illt. Engin meiðyrði. Aðeins stórkost- legur misskilningur á mínu lífi. En þrátt fyrir það er þetta auðvitað brot á persónuverndar- lögum. Þess vegna var mér bent á að leita til lögreglu og kæra viðkomandi. Sem ég gerði. En Internetið er nútíminn. Þetta er óneitan- lega bæði góð afþreying og fróðleikur sem við unga fólkið getum ekki án verið. En þrátt fyrir það verðum við að passa upp á persónulegar upplýsingar. Ættum jafnvel að bremsa okkur örlítið og athuga hvers vegna við erum að opinbera alls konar staðreyndir um líf okkar. Persónulega hluti sem eiga bara að vera þannig áfram. tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar 5 dagar dress Eyðir miklum tíma í að versla á netinu Miðvikudagur Skór: Urban Outfitters Buxur: Levis Peysa: American Apparel Fimmtudagur Skór: Jeffrey Campbell Buxur: Dúkkuhúsið Peysa: Forever21 Taska: Topshop Föstudagur Skór: Weekday Pils: H&M Samfella: American Apparel Nýju haustvörurnar streyma inn Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Stærðir 40-60. Flott föt fyrir ottar konur, Eva Rakel Jónsdóttir er nítján ára nemi við Verslunarskóla Íslands og vinnur í fatabúðinni Levi’s samhliða náminu. Hún hefur mikinn áhuga á ferðalögum, tísku og líkamsrækt. „Stíllinn minn er frekar venjulegur, myndi ég segja. Klassískur en jafnframt rokkaður. Innblástur tískunnar sæki ég mikið í sjónvarps- þáttinn Gossip Girl og þar er Serena í mestu uppáhaldi. Mér finnst líka leikkonan Sienna Miller ótrúlega mikill töffari sem fer sínar eigin leiðir og er alveg sama hvað öðrum finnst. Fötin mín kaupi ég helst erlendis og á netinu. Ég get eytt mörgum klukkutímum í að ráfa um á netinu og fjárfesta í flíkum frá Urban Outfitters, American Apparel og Asos. Hérna heima laðast ég mest að íslensku versluninni Uniform. Fallegur klæðnaður og rosalega praktískur.“ Dita Von Teese hannar gervineglur Fyrirsætan Dita Von Teese er heldur íhalds- söm þegar kemur að naglasnyrtingu og hefur til dæmis notað sama naglalakkið í meira en tuttugu ár. Það er þó ekki naglalakkið sem vekur mestu athyglina, heldur hvernig hún naglalakkar. Nú hefur fyrirsætan hannað gervineglur í sam- starfi við snyrtivörufyrirtækið Kiss og þær líta nákvæmlega út eins og hennar eigin neglur. Neglurnar kallar hún Half moon manicure eða hálfmána-negl- urnar því hún skilur eftir ólakkað svæði sem lítur út eins og hálft tungl. Húðflúr á augnlokin Í tilefni hátíðarinnar Fashion Night Out sem gengur nú yfir, hóf snyrtivörufyrir- tækið Dior sölu á nýju húðflúrslínunni Velvet Eyes. Húð- flúrið, sem fæst í fjórum gerðum, er sett á augnlokin og lítur út eins og ýktur augnblýantur. Hægt er að fjarlægja það eftir notkun og minnir aðferðin helst á gamla góða tyggigúmmíhúðflúrið. Augnlokaflúrið eru nú fáanlegt í verslunum Dior og á vefverslun fyrirtækisins þar sem hægt er að kaupa alla línuna fyrir rúmar sex þúsund krónur. Dýraríkið á fingrunum fimm Stórt og áberandi dýraskart hefur verið gríðarlega vinsælt síðustu vikur og keppast verslanir landsins við að verða sér út um þann varn- ing. Uglur hafa sérstaklega verið vinsæl dýrategund á fingrum eða um háls, í öllum stærðum og gerðum. Ekki þarf að spara skartið þegar kemur að þessu trendi því oft sést mestallt dýraríkið á öllum fingrum. Snákahringur frá vefverslun- inni Asos. Dýrahringir frá H&M. Ugluhringur frá Forever21. Fílaháls- men frá Forever21. Mánudagur Skór: Aldo Buxur: Levis Peysa: All Saints Kragi: H&M Þriðjudagur Skór: H&M Sokkabuxur: Oroblu Kjóll: Uniform
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.