Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.09.2011, Síða 59

Fréttatíminn - 16.09.2011, Síða 59
neitt í hinni sígildu kvikmynd sem gerð var eftir söngleiknum árið 1939 með Judy Garland í hlut- verki Dóróteu. „Ég stúderaði mest MGM-ljónið og ljón sem ég hef séð í dýragörðum og sjónvarpinu. Ljónið er svolítið þversagnakennd persóna og maður er þarna að leika huglaust ljón sem er eitthvað sem er ekki til. Það er svona eins og heiðarlegur stjórnmálamaður eða heiðarlegur viðskiptamaður. Ekki til.“ Heftir hreyfingar „Það er kannski ekki hitinn sem er verstur við minn búning. Frekar hversu mikið hann heftir allar hreyfingar,“ segir Þórir Sæmunds- son sem leikur hinn stirðbusalega tinkarl. „Búningurinn þvingar mig til að standa rosa beinn í baki og breiður í öxlum. Ég er eigin- lega mjög hokinn náungi en þetta eru nú ekki þjáningar. Bara mild óþægindi.“ Svitinn rennur Seir félagar eru á sviðinu í tvær klukkustundir í búningunum og það má því búast við að svitinn renni. „Þetta er svakalegt. Þetta er heilgalli. Ég fer bara í kulda- galla og dansa,“ segir Halldór. „Í flenniljósum sem hita náttúrlega sviðið og svo er maður að dansa, öskra og syngja þannig að ég held að þetta verði mín líkamsrækt í vetur. Þetta verður á endanum „köttað“ og „massað“ ljón. Og þetta er ferlega gaman. Mjög skemmtilegt.“ Þórir segir að búningur tin- karlsins hafi tekið nokkrum breyt- ingum í ferlinu en þegar hann fór fyrst í hann gat hann ekki hreyft sig. „Þá var hann algjörlega eins og hann væri úr málmi. Þannig að nú er komið líf í hann og ég held að þetta verði bara skemmtilegur karakter,“ segir Þórir. „Tinkarlinn telur sig vera hjartalausan en er svo eiginlega með stærsta hjartað af öllum þarna. Má ekkert aumt sjá og finnur til með öllum. Ég er nú búinn að prófa ýmislegt með hann á leiðinni og gera hann svolítið ítalskan. Þeir eru svo snöggir upp og rosalega tillfinningaríkir. Þetta er svo mikið lið þessi fjögur, ljónið, Dórótea, fuglahræðan og tinkarlinn. Og það sem er eigin- lega skemmtilegast við þetta er að gera þetta saman.“ Bergur Þór Ingólfsson leik- stýrir verkinu en auk þeirra Hall- dórs og Þóris eru Lára Jóhanna Jónsdóttir og Hilmar Guðjónsson í föruneytinu í hlutverkum Dóróteu og heilalausu fuglahræðunnar. Sjálfur Laddi leikur svo hinn dularfulla galdrakarl í Oz. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Helgin 16.-18. september 2011 Þetta er svaka- legt. Þetta er heilgalli. Ég fer bara í kulda- galla og dansa. rýmingar- sölunni í intersport smáralind enn meiri afsláttur! allt á að seljast! verslunin lokar í smáralind! opið í dag, föstudag frá kl. 11:00-19:00 laugardag frá kl. 11:00-18:00 og sunnudag frá kl. 13:00-18:00 lýkur um helgina! MGM-ljónið er ein fyrirmynda Halldórs en öskur þess hefur bergmálað um heimsbyggðina áratugum saman. dægurmál 51

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.