Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 16.09.2011, Blaðsíða 60
 Plötuhorn Dr. Gunna hermigervill leikur fleiri íslensk lög  Hermigervill Svuntuþeyst um poppsöguna Ég hef horn í síðu kó- verplatna. Þær eru yfir- leitt ómerkilegar nema þegar gömlu lögin eru algjörlega hugsuð upp á nýtt. Það er akkúrat það sem Hermigervill (Svein- björn B. Thorarensen) gerir; fyrst árið 2009 á plötunni Leikur vinsæl íslensk lög, og aftur nú. Þessi strákur er meistari svuntuþeysanna, enda lengi búinn að vera á kafi í þessum bransa. Fyrstu ár Moogs og svuntuþeysa eru honum hugleikin og því minnir margt hjá honum á frumkvöðla synta- poppsins, menn eins og Perrey og Kingsley, sem samdi hið heimsfræga Popcorn. Hér eru mis- lúnar lummur íslensku poppsögunnar settar í nýjan og ferskan búning og aldrei auðveldasta leið valin að settu marki. Niðurstaðan er þrælskemmtileg og merkilega djúpristandi plata þar sem mikil virðing er borin fyrir sögunni. Húrra! aDhD2  ADHD Æsandi fléttur Hvað er íslenski framúrstefnudjassinn í dag? Plötur sem heita Fnæs, Moð og Dútl og innihalda sjálfhverft tónlistarveggfóður? Veit ekki, en AHDH- hópur bræðranna Óskars og Ómars Guð- jónssona, Davíðs Þórs Jónssonar og Magn- úsar Tryggvasonar Elíassen er alla vega ekki á þeim einmana- legu slóðum. Þetta eru miklir fagmenn á hljóðfærin sín og auðheyrt að tónlistar- legt áhugasvið er vítt. Lögin níu eru melódísk og flétturnar æsandi, dínamíkin skörp og grúvið djúsí. Þetta er ósungin tónlist; einhver í líkingu við Damo Suzuki í Can er það eina sem kæmi til greina ef það ætti að hafa söngvara í þessu bandi. Stundum er gægst fyrir horn „djassins“ og hamast á sveim- og/eða póst- rokkuðum mótívum með góðum árangri. Lífleg og spennandi plata. Dauði og djöfull  Sálgæslan Poppspilin á borðið Saxófónséníið Sigurður Flosason stígur nú út úr veröld djassins og legg- ur poppspilin á borðið, þá helst sálarpoppuð og blúsuð mannspil og djassballöðuása. Til að flytja frumsömdu lögin sín hefur Sigurður fengið skothelt lið með sér, meðal annars Einar Scheving trommara, Þóri Baldursson, sem gælir við Hammondinn, og geislandi í frontinum þau Andreu Gylfadóttur og Stefán Hilmarsson. Boðið er upp á fjórtán vel flutt lög. Það er ekki verið að finna upp hjólið og þótt þetta sé ágætt þá er þetta ekki ýkja eftirminnilegt efni – meira svona stöff til að láta malla í bakgrunni í matarboði. Titillagið og Hæfileg refsing eru best, gustmikil og hressandi sálarlög. Stefán og Andrea hefðu alveg mátt syngja fleiri dúetta en þessi tvö því þau komast á skemmtilegt flug í þeim. Stefnumót og upplýsingafundur um tækifæri til nýsköpunar á menntasviði Grand Hótel Reykjavík, 19. september kl. 14.00-16.15 Dagskrá: Ávarp Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI Hvers vegna? Katrín D. Þorsteinsdóttir, forstöðumaður hugverkaiðnaðar og mannauðs SI Menntun er leikur - tækifæri fyrir fyrirtæki og menntastofnanir til nýsköpunar Ólafur Andri Ragnarsson, hönnunarstjóri Betware og aðjúnkt HR Reynslusaga Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors Menntaklasi á Íslandi Ari K. Jónsson, rektor HR Samspil þarfa atvinnulífs og skóla Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri CCP Lausnir - Þarfir Framlag fyrirtækja og stofnana Panelumræður Ari K. Jónsson HR, Davíð Lúðvíksson SI, Hilmar V. Pétursson CCP, Katrín D. Þorsteinsdóttir SI, Sigurður Björnsson Rannís og Vilborg Einarsdóttir Mentor Framhaldið Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar SI Stefnumót Samtal aðila með þarfir og lausnir Fundarstjóri: Hellen Gunnarsdóttir, mennta- og menningarmálaráðuneyti Skráning og nánari upplýsingar á www.si.is Krummi í raftónlist Tónlistarmaðurinn Krummi, sem er best þekktur sem söngvari þungarokksveitarinnar Mínus, gaf á dögunum út fyrsta lag væntanlegrar sólóplötu sinnar. Lagið, sem heitir Broken Clock, er í rafrænum popp- rokk-stíl undir áhrifum frá Depeche Mode og þýsku iðnaðarrokki í kringum 1970. „Broken Clock-titillinn kemur frá þeirri hugmynd að sumir myndu týnast ef alheimsklukkan væri röng, en fyrir suma yrði það frelsun. Síðan þýðir það líka að þú ert ekki á leiðinni heim eftir reif klukkan sex að morgni með sólina í andlitið. Við erum öll Broken Clocks sem lifa frjálsu félagslífi,“ segir Krummi í sam- tali við raftonar.is. Hann segir jafn- framt að lagið lýsi ekki öllu sem hann er að gera en lýsi honum sjálfum mjög vel. -óhþ Krummi Björgvinsson er kominn á slóðir raftónlistar. S tefán Jónsson, leikstjóri og prófessor við leiklistardeild Listaháskóla Íslands, er upptekinn maður. Ekki einasta tók það blaðamann langan tíma að ná í hann í síma heldur hafði hann ekki nokkurn tíma fyrir myndatöku. Bað um að fundin yrði mynd af sér annars staðar því hann hefði bara ekki tíma – væri afskaplega tímabundinn. Og ástæðan er einföld. Hann er í fullu starfi sem prófessor við Listaháskólann, stýrir á sama tíma tveimur leiksýningum í vetur og situr í listaráði Þjóð- leikhússins. „Ég er að frá morgni til miðnættis og nýti sumarfrí og helgar til að undirbúa mig bæði fyrir kennslu og þær sýningar sem fram undan eru,“ segir Stefán í samtali við Fréttatímann þegar hann er spurður hvernig hann nái að púsla þessum störfum öllum saman. Ekki aðeins er Stefán prófessor við Listahá- skólann heldur leikstýrir hann Hreinsun í Þjóð- leikhúsinu fyrir áramót og Beðið eftir Godot í Borgarleikhúsinu eftir jól. „Þetta er skipu- lagning. Ég kenni ákveðna kúrsa og er síðan á skrifstofunni. Þetta tekur á þegar álagið er mikið,“ segir Stefán en þvertekur þó fyrir það að hann færist fullmikið í fang. „Það er stefna Listaháskólans að vera með starfandi listamenn innan sinna raða – listamenn sem eru í nánum tengslum við bransann,“ segir Stefán. Samkvæmt kjarasamningi leikstjóra er ein leiksýning fimm mánaða vinna. Stefán segir að slíkt eigi þó ekki við um sig. „Ég tek allan undirbúninginn utan hefðbundins tíma. Þessi fimm mánaða klausa á ekki við um mig enda gæti ég aldrei sinnt starfi mínu sem prófessor ef ég væri með tvær sýningar og burtu í tíu mánuði. Þetta gengur með góðri skipulagn- ingu.“ Og undir það tekur Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listahá- skólans. „Prófessorar hafa rann- sóknarþátt, svokallaðan listsköp- unarþátt, og við erum afar stolt af Stefáni. Það er ávinningur fyrir skól- ann að hann sé fenginn til að leikstýra þessum tveimur stóru sýningum. Ég hef hvatt mína prófessora til að gera sig gildandi utan skólans og það hefur Stefán svo sannarlega gert. Hann er einfaldlega harðdug- legur maður sem stendur sig hvar sem hann er,“ segir Hjálmar. oskar@ frettatiminn.is  atvinna tvöfölD vinna PrófeSSorS Að frá morgni til miðnættis Stefán Jónsson vinnur tvöfalda vinnu sem prófessor í Listaháskólanum og leikstjóri. Tekur á, að sögn hins harðduglega Stefáns. Stefán Jónsson er á fullu alla daga. Ljósmynd/Þjóðleikhúsið 52 dægurmál Helgin 16.-18. september 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.