Læknablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ
199
Honum var veitt héraðslæknisembættið í Keflavík, en gat að-
eins sinnt því stuttan tíma.
Eftir skurðaðgerð í Khöfn náði hann sér að nokkru og starf-
aði við kennslu í Hjúkrunarskóla Islands og við skýrslugerð hjá
landlæknisembættinu, nær því til dauðadags.
Þau hjónin, Einar og Guðrún, eignuðust tvær dætur, Ingu Val-
borgu og Björk, sem báðar eru giftar. Þá ólu þau upp einn kjör-
son, Auðun.
Gunnhildur Ólafsdóttir hjúkrunarkona ólst einnig upp á heim-
ili þeiiæa. Raunar var mér aldrei ljóst, að hve miklu leyti allir
heimagangarnir í læknishúsinu voru þar uppaldir að meira eða
minna leyti.
Einar andaðist 7. ágúst 1967. Þar féll í valinn einn af þeim
héraðslæknum, sem hóf störf upp úr heimskreppunni miklu við
aðstæður, sem jægar hefur verið nokkuð drepið á.
Þessi kynslóð hefur stundum hlotið nokkur ámæli fyrir að
sætta sig við óviðunandi starfsskQyrði. Hitt gleymist gjarna að
spyrja um, af hverjum átti að krefjast betri skilyrða og hver var
fyrirmyndin?
En mér er nær að halda, að þessi kynslóð hafi rækt hetur en
við, sem höfum starfsaðstöðuna, þá skyldu, sem hvllir á lækni,
sem stundar klínísk læknisstörf, en það er að lækna stundum,
létta oft, en líkna alltaf.
Árni Björnsson