Læknablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 30
210
LÆKNABLAÐIÐ
voru 15 dánir innan viku frá komu á spítalann. Af þessum 15 dóu
10 óvæntum skyndidauða, þ. e. þeir veiktust snögglega og voru
dánir innan sólarhrings; höfðu átta þeirra liaft hjartakveisu leng-
ur en einn mánuð. Hjartavöðvinn rifnaði í tólf sjúklingum, í fimm
innan sólarhrings og i öðrum sex innan viku frá komu. Allir voru
þessir sjúldingar rúmfastir nema einn, sem lilýddi ekki settum
reglum, og dó hann í svefni á fjórða sólarhringi eftir komu. Einn
dó á 11. degi án þess að vera kominn á ról, en liafði nokkrum sinn-
um verið látinn sitja franuni á rúmstokknum.
Þeir sjúklingar, sem fengu stíflu í lungnaslagæð, dóu ýmist
snögglega eða í losti. Við post mortem rannsókn fannst lungna-
líólga hjá flestum þeirra, sem eru taldir deyja úr hjartaveiklun, og
hjá mörgum þeirra fannst einnig smáblóðrek lil lungna. Þeir 19
sjúklingar, sem lifðu lengur en fjórar vikur, dóu ýmist skyndi-
dauða, úr hjartaveiklun eða eftir hlóðrek til lungna.
Table 7
Electrocardiograpliic Localization of Myocardial Infarction.
Males Females
Alive Dead Alive Dead Total Per cent
Anterior 38 14 10 4 66
Anterolateral 14 6 2 4 26 43
Anteroseptal 34 7 13 9 63
Anteroinferior 1 1 3 1 6
Inferior 56 11 24 12' 103 38
Inferolateral 20 8 6 3 37
Posterior 3 1 1 5
Subendocardial 38 1 24 5 68 18
374
7. tafla
Staðsetning drepsins í hjartarafriti 26 sjúklinga var ógerleg, en
14 sjúklingar dóu, áður en unnt var að ná frá þeim hjartarafriti,
og var greiningin staðfest við krufningu. Framveggsdrcp eru 161,
og dóu 28% sjúklinganna, en bakveggsdrep eru 141, og dóu 24%
þeirra sjúklinga, sem þau fengu.