Læknablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 48
222
LÆKNABLAÐIÐ
ÚTDRÁTTUR ÚR FUNDARGERÐ
AÐALFUNDAR
LÆKNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR 1969
Aðalfundur L.R. var haldinn í Domus Medica 12. marz 1969. For-
maður setti fundinn og stjórnaði honum.
Formaður minntist látinna félaga, er andazt höfðu frá því síðasti
aðalfundur var haldinn, þeirra Guðmundar Guðmundssonar, Guðmund-
ar Thoroddsens og Guðmundar Gíslasonar. Vottuðu fundarmenn hinum
látnu virðingu sína með því að rísa úr sætum.
Síðan var afgreidd inntökubeiðni nýrra félaga, en þeir voru: Guð-
steinn Þengilsson, Viðar Hjartarson, Óli Jakob Hjálmarsson, Halldór
Steinsen, Kristján Aðalbjörn Eyjólfsson, Eyjólfur Þorbjörn Haraldsson
og Guðni Þorsteinsson.
Formaður gat þess, að sumar þessara umsókna hefðu borizt félag-
inu fyrir alllöngu, en ekki komizt í hendur stjórnar félagsins fyrr en
skömmu fyrir aðalfund. Þegar farið var að athuga tölu félagsmanna,
höfðu umsóknirnar legið í skúffu á skrifstofunni. Voru þessir nýju fé-
lagar samþykktir og boðnir velkomnir í félagið.
Formaður gerði því næst grein fyrir ársskýrslu félagsins, en skýrsl-
an hafði verið fjölrituð og send öllum félagsmönnum fyrir fundinn, og
lá hún einnig frammi á fundinum. Vísast því til ársskýrslunnar, en hún
birtist á öðrum stað í blaðinu. Gerði formaður leiðréttingu við smávillu,
sem slæðzt hafði inn í ársskýrsluna, þar sem segir, að Gunnlaugur Snæ-
dal hefði verið tilnefndur í stjórn námssjóðs sjúkrahússlækna af
læknaráði Landspítalans, en þar hefði átt að standa Guðmundur Jó-
hannesson.
Stefán Bogason las síðan reikninga félagsins og skýrði ýmsa liði.
Gat hann bess, að reikningsyfirlit Heilsufræðisafnssjóðs hefði ekki ver-
ið lesið i þrjú ár. Bankabók sjóðs þessa hefði ekki fundizt fyrr en eftir
mikla leit, en sjóðsstjórn ekkert um hana vitað. Innistæða þeirrar bók-
ar væri nú kr. 31.009.05. Vísast til reikningsyfirlitsins í heild, sem mun
birtast á öðrum stað í blaðinu.
Þá las Ólafur Einarsson reikninga Ekknasjóðs, og vísast til reikn-
inga þess sjóðs.
Arinbjörn Kolbeinsson þakkaði stjóminni þá framtakssemi að
senda öllum ársskýrsluna og taldi það vera í fyrsta sinni, sem það
hefði verið gert. Aleit hann mikinn ávinning að því, að nú væri sami
gjaldkeri fyrir bæði félögin, L.R. og L.Í.; við það fengist góð heildar-
sýn yfir hag félaganna. Þá benti hann á, að risna væri nú óvénjulág.
Færði hann gjaldkera þakkir fyrir vel unnið starf í þágu beggja félap-
anna. Hann taldi, að formi reikninga mætti breyta til hagræðis. Þá
benti hann og á. að kostnaður vegna lögfræðiaðstoðar væri lítill á
þessu ári, enda hefði félagið ekki staðið í kjaradeilum.