Læknablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 20
204
LÆKNABLAÐIÐ
kvenna, sem hafa ekki hækkaðan blóðþrýsting, sykursýki eða
aukna blóðfitu, og meðal karla, sem hafa ekki náð miðjum aldri.
Morris heldur því ákveðið fram, að aukningin sé bein.-3 Þessa
staðhæfingu byggir hann á rannsóknum á krufningarskýrslum frá
London Hospital frá árunum 1907—49. Hann segir, að kransæða-
stífla hafi verið sjaldséður sjúkdómur fyrir fyrri heimsstyrjöld,
en upp úr þvi hafi tíðni sjúkdómsins farið ört vaxandi. Hins vegar
kemst Robb-Smith að gagnstæðri niðurstöðu við mat á þeim rann-
sóknum, sem fyrir liggja um þetta atriði.33 Hann heldur því fram,
að hin vaxandi tíðni kransæðastíl'lu sé ekki bein, heldur eðlileg af-
leiðing fólksfjölgunar, bættrar tækni við greiningu hæði á lifandi
og dauðum, samræmdu skipulagi á skráningu sjúkdóma og greið-
ari aðgangi að spítölum en áður var.
Verkefni
'Sjúklingahópurinn er ekki valinn, þar eð sjúklingar, sem eru
haldnir hjartasjúkdómum, eru ekki frekar vistaðir á þessa deild
en aðrar lyflækningadeildir i Reykjavík. Langflestir sjúklinganna
eru frá Reykjavík eða nágrenni, sjö þeirra eru útlendingar. Karl-
menn eru alls 261 og 115 þeirra erfiðisvinnumenn, þ. e. þeir voru
eðahöfðu verið annaðhvort verkamenn, sjómenn eða bændur. Kon-
ur eru alls 133. Átján karlar og tvær konur eru yngri en 45 ára, en
222 eru á aldrinum 50—69 ára. 20 sjúklingar, 13 karlar og 7 kon-
ur, voru vistaðir oftar en einu sinni á deildina vegna kransæða-
stíflu og sumir þeirra með nokkuð löngu millibili. Þótti þvi rétt
að telja áföllin, sem eru 414 hjá 394 sjúklingum, og nota þá tölu
sem heildartölu, þegar annars er ekki getið.
Greining
Við skráningu sjúkdóma hefur verið fylgt reglum Alþjóðaheil-
hrigðismálastofnunarinnar, en í þeim er kransæðastífla í flokkn-
um 420.1.19 Greiningin hefur ákvarðazt af einkennum úr sjúkra-
sögu, almennri klínískri rannsókn, hjartarafriti, ákvörðun á tölu
hvítra blóðkorna, blóðsökki, hita og frá 1963 á ákvörðun
transaminasa. Áður en siðastnefnd rannsóknaraðferð var tek-
in í notkun, var krafizt minnst þriggja jákvæðra obj. ein-
kenna, til þess að greiningin mætti teljast örugg. 1 örfáum tilvik-
um höfum við þó orðið að láta okluir nægja einkenni úr sjúkra-
sögu og i hjartarafriti. Af þeim 119, sem dóu, voru 104 krufnir,
þ. e. 87.0%.
Annar greinarhöfundur (Ó. Þ.) hefur skoðað og fylgzt með