Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 223 Arinbjörn þakkaði greinagerð Hrólfs Ástvaldssonar í ársskýrsl- unni, væri hún þörf og ágæt, en hefði mátt vera ýtarlegri. í þennan þátt upplýsinga mætti gjarnan leggja meiri vinnu og um leið meiri kostnað og bæri ekki að spara þennan kostnaðarlið. Taldi hann senni- legt, að rekstur skrifstofunnar drægist saman, en verkefni mundu þó ráða. Ef sjóðir félaganna flyttust inn á skrifstofuna, yrði ef til vill fjár- hagslegur grundvöllur fyrir framkvæmdastjóra. Eign Heilsufræðisafns- sjóðs mundi halda áfram að minnka. Hann spurði, hver hefði ráðstöf- unarrétt á sjóðnum. Taldi hann rétt að leita aðstoðar lögfræðings í því efni, og að því áliti fengnu kæmi stjórn L.R. með tillögu um ráðstöfun sjóðsins. Þá spurði hann, hvort sjóðir og bankabækur félagsins hefði verið flutt í Búnaðarbankann samkvæmt samkomulagi við þann banka um það leyti, þegar verið var að byggja Domus Medica, enda hefði fyrirgreiðsla bankans auðveldað mjög byggingu hússins. Fékk hann það svar frá gjaldkera, að allar bankabækur væru nú í Búnaðarbank- anum utan ein tíu ára bók, sem væri í Landsbankanum. Þá spurði Arinbjörn, hvort félagsmenn hefðu undan nokkru að kvarta vegna við- skipta við Búnaðarbankanín. Þakkaði hann síðan góða samvinnu f. h. L.í. og sérstaklega þó störf gjaldkerans. Einar Helgason þakkaði skýrsluna heimsenda, en gerði þessar athugasemdir: 1. Fundarhöld. Aðeins tveir fundir um félagsmál hefðu verið haldnir. Taldi, að stjórnin gerði of mikið að því að taka ákvörð- un í ýmsum málum án þess að bera þau undir félagsmenn á almennum fundum. Hann taldi og, að æskilegt væri, að meira væri skráð um félagsmál í ársskýrslu. 2. Félagsgjöld væru há, hin hæstu allra félagsgjalda. Taldi hann bezt að láta viðskiptabankann um innheimtu félagsgjalda eins ög Félag tannlækna gerir. 3. Lýsti hann undrun sinni yfir, að framlag tii Domus Medica væri ekki fært sem lán, eins og samþykkt hefði verið á aðalfundi L.R. 1968; kvað augljóst, að fúlltrúar L.R. á aðalfundi L.í. á síðast- liðnu sumri hefðu greitt atkvæði þvert á móti samþykkt félags- ins. Spurði síðan, hvað yrði gert við þá peninga, sem lánaðir væru Domus Medica, þegar þeir yrðu endurgreiddir. 4. Gjaldskráin hefði ekki verið samþykkt, en það bæri að gera skv. félagslögum flestra félaga; engar samþykktir hefðu enn verið gerðar í L.R. varðandi sameiginlega gjaldskrá L.R. og L.í. Næst gerði Einar Læknablaðið að umræðuefni og átaldi, hversu lengi það væri í undirbúningi; kæmi t. d. ágústblað í desember og des- emberblað í febrúar; væri það slæmt með tilliti til auglýsinga ujn stöður. Gerði hann þá kröfu, að stjórn L.R. fyndi að þessu við ritstjórn blaðsins. Frosti Sigurjónssson sagði, að Arinbjörn Kolbeinsson hefði hreyft máli, sem oft hefði verið rætt, einkum meðal hinna efnaminni læklna. Taldi hann fyrirgreiðslu í Búnaðarbankanum ekki betri en í öðrurri bönkum, nema síður væri, og áleit, að flestir hinna yngri lækna hefðu svipaða sögu að segja. Sigmundur Magnússon upplýsti, að núverandi stjórn hefði ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.