Læknablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 80
244
LÆKNABLAÐIÐ
bréf, þar sem farið var fram á það við hann, að hann tæki ekki við
stöðunni nema með þeim fyrirvara, að laun færu eftir kjarasamning-
um, er L.R. gerði. Samrit af bréfi þessu var sent heilbrigðismálaráð-
herra, og stjómarnefnd ríkisspítalanna. Hefur Haukur sýnt lofsverðan
félagsþroska með því að fara í einu og öllu eftir tilmælum félagsins í
máli þessu.
Þótt nú séu liðnir margir mánuðir frá því, að veita átti stöðuna,
hefur enn ekkert gerzt í því máli, þar sem heilbrigðisstjóm virðist vera
algjörlega mótfallin því að greiða yfirlæknum laun skv. kjarasamning-
um, er Læknafélagið gerir. Er hörmulegt til þess að vita, að heilbrigðis-
málaráðherra skuli telja formið á launagreiðslum meira virði en þá
þjónustu, sem til stendur að veita. Þeim mun athyglisverðari er þessi
afstaða ráðherrans og stjórnarnefndar ríkisspítalanna, þegar tillit er
tekið til þess, að Haukur hefur tilkynnt ráðherra og stjórnamefndinni,
að hann muni ekki hætta störfum á Reykjalundi að öllu leyti, og sé því
ekki falur til fulls starfs á Landspítalanum. Hefði mátt ætla, að þeir
hefðu séð sér leik á borði að gera samning, sem grundvallaðist á eykta-
samningnum, en hann er einkanlega vel fallinn til ráðningar manna,
sem starfa hluta úr degi.
Bæjarvakt Á þessu ári, svo og sem á síðasta ári, hefur kvöld- og nætur-
vaktirnar mjög borið á góma. Sú óheillavænlega þróun
varð, að læknavaktinni var útskúfað frá samstarfi við Slysavarðstofu
Reykjavíkur, er hún fluttist úr Heilsuverndarstöðinni í Borgarspítal-
ann nýja. Stjórn og meðstjóm ræddi álit fyrri stjórnar á tengslum
vaktarinnar við aðra þjónustu í bráðum sjúkdómum og slysum. Leiddi
þetta til þess, að hinn 6.6. 1968 var stjórnarnefnd ríkisspítalanna sent
bréf til þess að kanna möguleika á, að komið verði upp slysa- og mót-
tökudeild í Landspítalanum, þar sem læknavakt félagsins hefði einnig
aðsetur. Þeirri málaleitan hefur enn ekki verið svarað af hálfu stjórnar-
nefndarinnar.
Læknavaktin hefur síðan verið til húsa í sömu húsakynnum og
áður. En kostur hennar hefur sífellt farið versnandi, þar sem ýmsar
byggingaframkvæmdir hafa farið fram á staðnum. Þar mun nú ætlunin
að setja upp tannlæknaþjónustu fyrir skólabörn borgarinnar, svo og
leiðbeiningarstöð kirkjunnar um hjúskaparmál. Fýrirsjáanlegt er, að
einnig þarna verður læknavaktinni úthýst, ef ekki tekst að semja um,
að hún megi vera þar áfram. Starfsemi þeirri, sem fyrirhuguð er þarna,
mun allri lokið kl. 5, þegar kvöldvaktin tekur til starfa.
Gunnar Möller, framkvæmdastjóri Sjúkrasamlagsins, hefur staðið
í nánum tengslum við stjórn félagsins út af vakt þessari, og hefur hann
látið í ljós mikinn áhuga á að leysa þennan vanda með sem minnstum
tilkostnaði. Hann hefur meðal annars reynt að koma vaktinni inn á
Slökkvistöð Reykjavíkur, en því v,ar synjað.
Stjórn og meðstjórn ræddu mál þetta á fundi 4.11., og voru allir
sammála um, að aðstaða vaktarinnar mætti ekki versna frá því, sem
verið hefði. Var Gunnari Möller, framkvæmdastjóra Sjúkrasamlagsins,
sent bréf þar að lútandi, og lýkur því með eftirfarandi grein: