Læknablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 71
LÆKNABLAÐIÐ
237
L.R. gagnanna um sjóði félagsins og eftirfarandi greinargerð um bíla-
þörf var send ríkisskattstjóra:
„Greinargerð um þörf fyrir bifreiðanotkun lækna utan fastra ferða af
og á fastar vaktir“
I. Sjúkrahúslœknar:
a) Yfirlæknar sinna yfirleitt ekki föstum bakvöktum, en á þeim
hvílir sú skylda að hlýða kalli, hvenær sem þörf gerist, og í
vissum tilfellum þurfa þeir að sinna bakvöktum með óreyndari
læknum í námsstöðu.
Þá eru á sumum deildum svo fáir læknar, að yfirlæknar
standa bakvaktir til jafns við aðra sérfræðinga eða yfirlækn-
irinn er eini sérfræðingur deildarinnar og verður því að sinna
öllum köllum, ef í hann næst.
b) Sérfræðingar sinna yfirleitt útköllum á vöktum utan dag-
vinnutíma, en tíðni þeirra vakta getur verið frá öðrum hverj-
um degi til fimmta hvers dags eftir fjölda sérfræðinga á við-
komandi deild. Þá þurfa sérfræðingar oft að sinna eigin
sjúklingum á sjúkrahúsinu, þótt þeir séu ekki á vakt.
Margir sérfræðingar hafa að auki stofupraxís og taka sumir
við vitjanabeiðnum, en aðrir ekki, og fer það mikið eftir þörf
hverrar sérgreinar.
c) Yngri aðstoðarlæknar sinna að jafnaði bundnum vöktum,
þ.e.a.s. þeir dvelja á staðnum á vaktinni og þurfa því ekki á
bíl að halda starfsins vegna. Hins vegar gegna eldri aðstoðar-
læknar bakvöktum á svipaðan hátt og sérfræðingar og þurfa
því að eiga bíl. Það, sem hér hefur verið tekið fram í liðum
a), b) og c), gildir jafnt fyrir Landspítalann sem Borgarspítal-
ann.
II. Praktíserandi lœknar:
a) Heimilislæknar: Augljóst er, að heimilislæknar þurfa að
eiga bifreið, þar sem sú kvöð fylgir starfi þeirra að sinna vitj-
unum til sjúklinga sinna. Tölur um fjölda vitjana eru ekki
fyrir hendi.
b) Sérfræðingar: Þörf hinna ýmsu sérfræðinga fyrir bíl er
að vísu mismunandi mikil og fer það nokkuð eftir sérgreinum.
Flestir praktíserandi sérfræðingar stunda hins vegar einhver
sjúkrahússtörf, ýmist sem ráðgefandi sérfræðingar eða ráðnir
að sjúkrahúsum. Allir þeir, sem ráðnir eru að sjúkrahúsum,
standa bakvaktir að minnsta kosti fyrir eigin sjúklinga, og sú
skylda hvílir á ráðgefandi sérfræðingum að hlýða útköllum í
sérgrein sinni.
Meðfylgjandi plagg sýnir bílastyrki greidda yfirlæknum á ríkis-
spítölunum. Aðrir læknar ráðnir við ríkisspítalana á kjarasamningi
gerðum við Læknafélagið fá ekki aðrar greiðslur en þær, sem nefndar
eru í téðum samningi.