Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 71

Læknablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 71
LÆKNABLAÐIÐ 237 L.R. gagnanna um sjóði félagsins og eftirfarandi greinargerð um bíla- þörf var send ríkisskattstjóra: „Greinargerð um þörf fyrir bifreiðanotkun lækna utan fastra ferða af og á fastar vaktir“ I. Sjúkrahúslœknar: a) Yfirlæknar sinna yfirleitt ekki föstum bakvöktum, en á þeim hvílir sú skylda að hlýða kalli, hvenær sem þörf gerist, og í vissum tilfellum þurfa þeir að sinna bakvöktum með óreyndari læknum í námsstöðu. Þá eru á sumum deildum svo fáir læknar, að yfirlæknar standa bakvaktir til jafns við aðra sérfræðinga eða yfirlækn- irinn er eini sérfræðingur deildarinnar og verður því að sinna öllum köllum, ef í hann næst. b) Sérfræðingar sinna yfirleitt útköllum á vöktum utan dag- vinnutíma, en tíðni þeirra vakta getur verið frá öðrum hverj- um degi til fimmta hvers dags eftir fjölda sérfræðinga á við- komandi deild. Þá þurfa sérfræðingar oft að sinna eigin sjúklingum á sjúkrahúsinu, þótt þeir séu ekki á vakt. Margir sérfræðingar hafa að auki stofupraxís og taka sumir við vitjanabeiðnum, en aðrir ekki, og fer það mikið eftir þörf hverrar sérgreinar. c) Yngri aðstoðarlæknar sinna að jafnaði bundnum vöktum, þ.e.a.s. þeir dvelja á staðnum á vaktinni og þurfa því ekki á bíl að halda starfsins vegna. Hins vegar gegna eldri aðstoðar- læknar bakvöktum á svipaðan hátt og sérfræðingar og þurfa því að eiga bíl. Það, sem hér hefur verið tekið fram í liðum a), b) og c), gildir jafnt fyrir Landspítalann sem Borgarspítal- ann. II. Praktíserandi lœknar: a) Heimilislæknar: Augljóst er, að heimilislæknar þurfa að eiga bifreið, þar sem sú kvöð fylgir starfi þeirra að sinna vitj- unum til sjúklinga sinna. Tölur um fjölda vitjana eru ekki fyrir hendi. b) Sérfræðingar: Þörf hinna ýmsu sérfræðinga fyrir bíl er að vísu mismunandi mikil og fer það nokkuð eftir sérgreinum. Flestir praktíserandi sérfræðingar stunda hins vegar einhver sjúkrahússtörf, ýmist sem ráðgefandi sérfræðingar eða ráðnir að sjúkrahúsum. Allir þeir, sem ráðnir eru að sjúkrahúsum, standa bakvaktir að minnsta kosti fyrir eigin sjúklinga, og sú skylda hvílir á ráðgefandi sérfræðingum að hlýða útköllum í sérgrein sinni. Meðfylgjandi plagg sýnir bílastyrki greidda yfirlæknum á ríkis- spítölunum. Aðrir læknar ráðnir við ríkisspítalana á kjarasamningi gerðum við Læknafélagið fá ekki aðrar greiðslur en þær, sem nefndar eru í téðum samningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.