Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 78

Læknablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 78
242 LÆKNABLAÐIÐ engin, fyrr en hin almenna verðlagsuppbót fer yfir 12.83%. Vitað er, að hefði verðlagsuppbót hækkað 1. marz sl. samkvæmt vísitölu, hefði hún orðið 23.3%. Læknar hefðu þá fengið 1.047 kr. í uppbót á full mán- aðarlaun skv. eyktasamningi eða sem svarar 2—3% launahækkun. Frá júní 1966 til desember 1967 hækkuðu laun samkvæmt kaup- greiðsluvísitölu um 5.1%, þ. e. hækkun verðlagsuppbótar úr 13.42% í 19.16%, svo sem áður greinir. Öll laun í hærri launaflokkum, sem ekki hafa tekið grunnlaunahækkun, hafa því hækkað frá júní 1966 til dagsins í dag um 5.1%. Þetta á við um laun lækna. Vísitala fram- færslukostnaðar hefur á sama tíma hækkað um 37.0% og vísitala vöru og þjónustu um 38.7%. Til þess að sýna breytingar á neyzluvöruverðlagi, sem orðið hafa hér undanfarin ár, er eðlilegast að nota svokallaða vísitöluvöru og þjónustu, það er vísitölu framfærslukostnaðar að frádregnum húsnæðis- lið, ýmsum opinberum gjöldum og fjölskyldubótum. Kaupmætti launa gagnvart neyzluvöruverðlagi innanlands verður bezt lýst með saman- burði þeirrar vísitölu við launabreytingar. Ef gengið er út frá framan- greindum tölum um vísitöluhækkanir og hækkanir á launum lækna, kemur í ljós, að kaupmáttur launa þeirra hefur minnkað um 24.2%, ef miðað er við vísitölu vöru og þjónustu, en um 23.3%, ef vísitala frarn- færslukostnaðar er lögð til grundvallar. Þetta þýðir, að laun lækna í dag þyrftu að hækka um 32 eða 31 prósent til að halda óbreyttum kaupmætti frá júní 1966. Til viðbótar þessari lækkun kaupmáttar kemur önnur rýrnun á launum þeirra lækna, sem starfa hjá ríkinu. Upplýst er, að við ákvörð- un á launum þeirra 1966 var reiknað með kostnaði við námsferð til út- landa, en ekki liggur þó fyrir, hve hárri upphæð þessi kostnaður var talinn nema. Til hliðsjónar við áætlun á þessum kostnaði er eðlilegt að hafa til viðmiðunar samning Læknafélags Reykjavíkur og Reykja- víkurborgar. Þar segir í 10. gr.: „Sérfræðingar eiga rétt á námsferð til útlanda í einn mánuð annað hvert ár, samkv. nánari ákvörðun sjúkra- húsnefndar.“ Kostnað við slíka námsferð er ekki fjarri lagi að áætla 58 þús. kr. árið 1966, og er þá reiknað með 28 daga dvöl og 15 sterlings- pundum í dvalarkostnað á dag, en sá dagpeningur er áætlaður með hliðsjón af reglum, sem ríkið hefur notað. í þessum kostnaði er talið með flugfar að heiman og heim. Samsvarandi ferða- og dvalarkostnaður í dag mundi vera um 116 þús. kr. (110—121 þús. kr., eftir því, hvert farið er). Hækkunin nemur 58 þús. kr., eða 100%. Þessi hækkun kem- ur á tvö ár (sbr. ákvæðið „annað hvert ár“), þannig að á ári nemur hún 29 þús. kr. Þessa upphæð má skoða sem kjaraskerðingu lækna hjá ríkinu, þ. e. skerðingu á launum þeirra, eins og þau voru ákveðin 1. júní 1966. Miðað við 15 eykta mánaðarlaun nemur þessi kjaraskerðing 5.3—8.8% eftir því, við hvaða launastig er miðað. Hún kemur hins vegar ekki á laun lækna hjá Reykjavíkurborg, þar sem vjðkomandi sjúkrahús greiða þennan kostnað. Þegar dregin eru saman greind tvö atriði um lækkun á launum lækna (reallaunum), verður útkoman sú, að kaupmáttur launa þeirra lækna, sem vinna hjá ríkinu, hefur minnkað um 29.5—33.0%, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.