Læknablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 78
242
LÆKNABLAÐIÐ
engin, fyrr en hin almenna verðlagsuppbót fer yfir 12.83%. Vitað er,
að hefði verðlagsuppbót hækkað 1. marz sl. samkvæmt vísitölu, hefði
hún orðið 23.3%. Læknar hefðu þá fengið 1.047 kr. í uppbót á full mán-
aðarlaun skv. eyktasamningi eða sem svarar 2—3% launahækkun.
Frá júní 1966 til desember 1967 hækkuðu laun samkvæmt kaup-
greiðsluvísitölu um 5.1%, þ. e. hækkun verðlagsuppbótar úr 13.42% í
19.16%, svo sem áður greinir. Öll laun í hærri launaflokkum, sem
ekki hafa tekið grunnlaunahækkun, hafa því hækkað frá júní 1966 til
dagsins í dag um 5.1%. Þetta á við um laun lækna. Vísitala fram-
færslukostnaðar hefur á sama tíma hækkað um 37.0% og vísitala vöru
og þjónustu um 38.7%.
Til þess að sýna breytingar á neyzluvöruverðlagi, sem orðið hafa
hér undanfarin ár, er eðlilegast að nota svokallaða vísitöluvöru og
þjónustu, það er vísitölu framfærslukostnaðar að frádregnum húsnæðis-
lið, ýmsum opinberum gjöldum og fjölskyldubótum. Kaupmætti launa
gagnvart neyzluvöruverðlagi innanlands verður bezt lýst með saman-
burði þeirrar vísitölu við launabreytingar. Ef gengið er út frá framan-
greindum tölum um vísitöluhækkanir og hækkanir á launum lækna,
kemur í ljós, að kaupmáttur launa þeirra hefur minnkað um 24.2%, ef
miðað er við vísitölu vöru og þjónustu, en um 23.3%, ef vísitala frarn-
færslukostnaðar er lögð til grundvallar. Þetta þýðir, að laun lækna í
dag þyrftu að hækka um 32 eða 31 prósent til að halda óbreyttum
kaupmætti frá júní 1966.
Til viðbótar þessari lækkun kaupmáttar kemur önnur rýrnun á
launum þeirra lækna, sem starfa hjá ríkinu. Upplýst er, að við ákvörð-
un á launum þeirra 1966 var reiknað með kostnaði við námsferð til út-
landa, en ekki liggur þó fyrir, hve hárri upphæð þessi kostnaður var
talinn nema. Til hliðsjónar við áætlun á þessum kostnaði er eðlilegt
að hafa til viðmiðunar samning Læknafélags Reykjavíkur og Reykja-
víkurborgar. Þar segir í 10. gr.: „Sérfræðingar eiga rétt á námsferð til
útlanda í einn mánuð annað hvert ár, samkv. nánari ákvörðun sjúkra-
húsnefndar.“ Kostnað við slíka námsferð er ekki fjarri lagi að áætla
58 þús. kr. árið 1966, og er þá reiknað með 28 daga dvöl og 15 sterlings-
pundum í dvalarkostnað á dag, en sá dagpeningur er áætlaður með
hliðsjón af reglum, sem ríkið hefur notað. í þessum kostnaði er talið
með flugfar að heiman og heim. Samsvarandi ferða- og dvalarkostnaður
í dag mundi vera um 116 þús. kr. (110—121 þús. kr., eftir því, hvert
farið er). Hækkunin nemur 58 þús. kr., eða 100%. Þessi hækkun kem-
ur á tvö ár (sbr. ákvæðið „annað hvert ár“), þannig að á ári nemur
hún 29 þús. kr. Þessa upphæð má skoða sem kjaraskerðingu lækna hjá
ríkinu, þ. e. skerðingu á launum þeirra, eins og þau voru ákveðin 1.
júní 1966. Miðað við 15 eykta mánaðarlaun nemur þessi kjaraskerðing
5.3—8.8% eftir því, við hvaða launastig er miðað. Hún kemur hins
vegar ekki á laun lækna hjá Reykjavíkurborg, þar sem vjðkomandi
sjúkrahús greiða þennan kostnað.
Þegar dregin eru saman greind tvö atriði um lækkun á launum
lækna (reallaunum), verður útkoman sú, að kaupmáttur launa þeirra
lækna, sem vinna hjá ríkinu, hefur minnkað um 29.5—33.0%, en