Læknablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ
Table 8
Frequency of Previous Angina pectoris.
211
Males Alive Dead Females Alive Dead
Under one month 58 15 23 5
1—2 months 3 3
2—3 — 3 1
4—6 — 7 1 6 2
7—12 — 5 1 1 1
1—2 years 11 7 5 4
2—5 — 23 6 11 9
5— — 31 4 8 8
141 35 57 29
Time uncertain 12 7 10 2
153 42 67 31
8. tafla
1 efsta lið töflunnar eru taldir þeir sjúklingar, sem hafa haft
svokallaða preinfarct angina pectoris. Þetta er hjartakveisa, sem
fer nærri stöðugt versnandi og endar í kransæðastíflu innan mán-
aðar. Af þessum 81 sjúklingi, sem lifðu af sjúkdóminn, höfðu 43
ekki áður fundið fyrir hjartakveisu, 33 karlar og 10 konur, en af
þeim, sem dóu, finun karlar og ein kona.
Af 195 karlmönnum, sem hafa haft hjartakveisu, deyja 42, ]). e.
22%, en af 98 konum deyja 31, þ. e. 32%.
9. tafla
Á töflunni sést, að 02 sjúklingar hafa áður haft kransæðastíflu.
20 þeirra hafa verið vistaðir á deildinni vegna þessa. Þegar um
fleiri en eina fyrri kransæðastíflu er að ræða, er aðeins hin fyrri
eða fyrsta talin, og sá tími, sem síðan hefur liðið, er miðaður við
hana. Ekki eru þær stíflur taldar hér, sem hafa ekki verið greind-
ar áður, en hafa fundizt við krufningu.
46 karlmenn, þ. e. 17%, hafa áður haft kransæðastíflu, fimm
þeirra tvisvar, einn þrisvar og einn sex sinnum. 16 konur, ]). e.
11%, hafa haft eina fyrri kransæðastíflu, en engar fleiri en eina.