Læknablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 26
206
LÆKNABLAÐIÐ
frá komu á spítalann. Sökum skorts á þjálfurum hefur allt of
sjaldan verið unnt að viðhafa æfingameðferð.
Fæði hefur verið haft fitu- og kolvetnasnautt, þ. e. megrunar-
fæði. Svo hefur verið lagt fyrir, að allir skyldu hægja sér í setstól,
þar til þeim væri fært að fara á salerni.
Af þeim, sem voru brottskráðir lifandi (295 vistanir), fóru 75
innan fjögurra vikna, 191 innan sex vikna, en 104 dvöldu á spítal-
anum lengur en sex vikur.
Sundurliðun verkefnis
Table 1
Incidence of myocardial infarction (420.1) among patients 15
years and older in hospitalized material over three periods, and
ratio to total admissions.
Males Females
Both sexes
Years Total no. of 420.1 Total no. of 420.1 Ratio of 420.1
admissions No. % admissions No. % to total adm.
1956—60 1299 61 4.7 1931 43 2.2 3.2%
1961—64 1466 83 5.7 1841 48 2.6 4.0%
1965—68 1666 130 7.8 1995 49 2.5 4.9%
4431 274 6.2 5767 140 2.4 4.1
1. tafla
A öllum þrem árabilum er heildarvistunartala kvenna mun
hærri en karla og breytist lítið, en heildarvistunartala karla evkst
verulega. Tíðni kransæðastíflu hjá háðum kynjum eykst úr 3.2%
í 4.9%, og er aukningin öll karlamegin. Þessi munur á tíðni er
örugglega marktækur (p=0.00033).
í^:
2. tafla
Vistunum sjúklinga 45 ára og eldri fjölgar með hverju árabili.
Dánartalan lækkar síðasta árabilið.
Að því var gáð, hvort kransæðastíflusjúklingum yngri en 45
ára hefði fjölgað eða ckki. Á þcssum aldri eru á fyrsta tímabilinu
átta karlmenn, hinn yngsti 33 ára, og ein kona; á því næsta fjórir
karlmenn og ein kona og á því síðasta sex karlmenn.