Læknablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 84
248
LÆKNABLAÐIÐ
við Borgarspítalann og um það bil lokið á Landakoti, en á Landspítal-
anum stendur allt fast vegna andstöðu stjómarnefndar og ráðuneytis.
Eins hefur verið reynt að flækja og tefja málið með því að blanda
læknadeild í það, en hún hefur í umsögn sinni til heilbrigðismálaráð-
herra gert kröfu til þess, að nánast allt, sem frá ráðinu fer, sé „rit-
skoðað“ af deildinni, áður en endanlegur móttakandi fær það.
Mörg eru verkefnin fram undan. Eitt þeirra er skrifstofan, en á
starfsmannahaldi hennar verður bráðlega mikil breyting. Vissulega
hafa afköst skrifstofunnar ekki farið eftir vonum þeirra, er skópu hana
í þeirri mynd, sem verið hefur. Ekki dugar þó að ieggja árar í bát og
gefast upp við tilraun þá, sem hafin var. Þess er vissulega að vænta,
að betri árangur megi verða af tilraun þessari, og hefur núverandi
stjórn fullan hug á að stuðla að því, að svo megi verða.
Sjóðir þeir, sem læknar hafa stofnað, eru nú orðnir margir og
sumir miklir að vöxtum. Skiptir heildarvelta þeirra efalaust tugum
milljóna. Það er bæði metnaðar- og hagsmunamál lækna, að skrifstofa
læknafélaganna annist rekstur þessara sjóða í framtíðinni. Flestir eru
þeir tiltölulega ungir að árum og starfsemi sumra jafnvel vart hafin,
svo nokkru nemi. Þeir eiga hins vegar fyrir sér að vaxa mjög, og ríður
því á, að vel sé séð um allt bókhald þeirra. Til þess að svo verði, er
mjög líklegt, að starfslið skrifstofunnar, eins og það er áætlað eftir 15.
marz, tvær stúlkur, verði að auka. Mun stjórnin hafa nána gát á starfs-
mannaþörf skrifstofunnar með tilliti til þess, að hún geti skilað því
hlutverki, sem henni er ætlað.
Hitt er hins vegar ekki minna vert, að starfsfólk það, sem þar
starfar, hafi nægan starfsfrið, en eins og innréttingu skrifstofunnar er
nú háttað, er hann oft minni en æskilegt er. Húsnæði það, sem við höf-
um nú, er fremur óhentugt; þó má með tiltölulega litlum tilkostnaði
hólfa það í minni einingar, en við það myndi skapast meiri starfsfriður.
Þess er að vænta, að stjórnir L.í. og L.R. muni á þessu ári ráðast í það,
ef önnur lausn kemur ekki mjög bráðlega.
Stjórninni er fullljóst, að ekki fóru afköst hennar alltaf eftir eigin
vonum eða annarra. Fullur hugur er að gera betur, og er ástæða til að
ætla, að seinna ár hennar geti orðið árangursríkara, þar sem hún þá
hefur öðlazt dýrmæta reynslu.
Sigmundur Magnússon
formaður
Hannes Finnbogason
ritari
Stefán Bogason
gjaldkeri