Læknablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ
233
nefndin safnað nokkrum gögnum um þessi mál, bæði hér á landi og er-
lendis frá, þar sem samstarf sjúkrahúsa hefur verið tekið upp á ákveðn-
um svæðum eða landshlutum.
Störfum nefndarinnar er enn langt frá því að vera lokið, en aug-
ljóst virðist, að án náins samstarfs og ef til vill sameiningar allra
sjúkrahúsa á Reykjavíkursvæðinu og jafnvel á öllu landinu verða
starfskraftar lækna, hvort heldur er til lækninga, kennslu eða vísinda-
starfa, ekki nýttir svo sem kostur er á.
Þá er og augljóst, að ekki verður hægt í framtíðinni að starfrækja
kennslustofnun í læknisfræði hér á landi, nema nýttir séu allir náms-
möguleikar, en það virðist óhugsandi nema með samræmingu á störfum
allra sjúkrahúsa, a.m.k. á Reykjavíkursvæðinu.
Þá er einnig ljóst, að nýting sjúkrarúma hér á landi, a.m.k. á svo
kölluðum „akut“ sjúkrahúsum, er mun lakari en gerist í nágranna-
löndum okkar. Stafar þetta að nokkru leyti af því, að mikil áherzla
virðist hafa verið lögð á byggingu „akut“ spítala, en minna hugsað um
pláss fyrir langlegu- og endurhæfingarsjúklinga.
Það, sem hér hefur verið sagt um störf nefndarinnar, eru bráða-
birgðaniðurstöður, en nefndin mun halda áfram að safna gögnum um
þessi mál og stefna að því, að unnt verði að taka upp umræður um
þau á vegum L.R., væntanlega á komandi hausti.
Trúnaðarlækna- í nefndinni eiga sæti Ólafur Jónsson formaður, H.all-
nefnd dór Arinbjarnar og Bjarni Konráðsson.
Trúnaðarlæknanefnd svaraði málaleitan kaupmanna-
samtaka varðandi læknisfræðilega aðstoð við eftirlit með fjarvistum
starfsfólks og greiðslu fyrir þau störf. Bent var á, að læknar gætu ekki
farið inn á heimili manna að beiðni atvinnurekenda. Til þess þyrfti
beiðni sjúklings sjálfs eða aðstandenda.
Skemmtinefnd í nefndinni eru Jón Þ. Hallgrímsson formaður, Knútur
Björnsson og Halldór Steinsen.
Nefndin hefur ötullega unnið að undirbúningi árshátíðarinnar, sem
væntanlega verður haldin þremur dögum eftir aðalfund. Nokkrar um-
ræður urðu með stjórn félagsins og nefndinni um það, hvort halda
skyldi árshátíðina á Hótel Borg, eins og verið hefur undanfarið. Nokk-
urs ótta gætti meðal stjórnar og nefndarmanna, að Domus Medica
myndi ekki rúma þá, sem árshátíðina sæktu. Var því ákveðið í þetta
sinn að halda hátíðina að Hótel Borg eins og undanfarið, enda hafði
síðasta skemmtinefnd gert ráð fyrir því við hótelstjórann, að svo yrði.
50 ára afmælishátíð Læknafélags íslands á síðastliðnu hausti virðist
hins vegar gefa til kynna, að vel megi halda árshátíð Læknafélags
Reykjavíkur í húsakynnum Domus Medica. Verður það rækilega íhug-
að fyrir næstu árshátíð 1970.
í jólatrésnefnd voru læknarnir Snorri Jónsson og Geir Þorsteins-
son, en á síðastliðnu hausti barst stjórn Læknafélags Reykjavíkur
beiðni þessara lækna um að losna úr nefndinni, og var sú beiðni tekin
til greina. í stað þeirra skipa nú nefndina Björn Júlíusson og Kristján
Sigurðsson. Höfðu þeir rækilega undirbúið jólatrésskemmtur. á Hótel