Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 73

Læknablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 73
LÆKNABLAÐIÐ 239 Miðvikudaginn 12. febrúar gekk skattamálanefnd á fund ríkis- skattstjóra. Á fundi þessum var rætt um ýmsa þá liði, sem um getur í bréfi til skattstjórans í Reykjavík frá 10. júlí, og enn fremur greinar- gerð þá, sem stjórn L.R. hafði látið ríkisskattstjóra í té í miilitíðinni, sem varðaði bifreiðanotkun lækna, einkum spítalalækna og sérfræð- inga starfandi í bænum. Þá var og rætt um námsferðir lækna til út- landa og bifreiðakostnað lækna í bænum, svo og tillag í Lífeyrissjóð lækna. Enn fremur var lítillega minnzt á hóptryggingu lækna og út- skýrt fyrir ríkisskattstjóra, í hverju tryggingin væri fólgin. Að því er varðar námskostnað lækna vegna námsferða til útlanda, fékkst sú viðurkenning, að kostnaður væri frádráttarbær, hversu oft sem farið væri, ef gögn lægju fyrir um tilgang ferðarinnar, hvert væri í'arið og enn fremur, að stutt skýrsla lægi fyrir um námsferðina, eins og læknum ber að leggja fram til sjóða þeirra, sem styrkja þá til ferð- arinnar samkvæmt reglugerð þeirra. Mikill ágreiningur varð um það atriði, hvaða sérfræðingar í bæn- um þyrftu á bílum að halda til starfa sinna og að hve miklu leyti. Var það álit ríkisskattstjóra, að skipta mætti læknum í fjóra flokka, þ.e.a.s. þá, sem hefðu fullan heimilispraxís, þá, sem væru sérfræðingar og hefðu minna en 100 númer, og þá, sem væru sérfræðingar og hefðu engin númer og þyrftu engum sjúklingum að sinna út í bæ. Þetta atriði var ekki útrætt á fundinum, og taldi ríkisskattstjóri, að hann myndi leggja þetta ásamt fleiri atriðum fyrir ríkisskattanefnd og bcða síðan aftur skattamálanefnd og formann Læknafélagsins á sinn fund. Sá fundur hefur ekki orðið enn, en mun verða haldinn í næstu viku. Námssjóður í stjórn sjóðsins eru nú Gunnar Möller forstjóri, sjúkrasamlagslækna Gunnar Biering og Bergsveinn Ólafsson. Sjóður þessi hefur orðið nokkuð fjársterkur. Eigi að síður á hann óuppgert við allmörg sjúkrasamlög utan Reykjá- víkur. Þess munu jafnvel dæmi, að óuppgert sé við hann allt frá stofn- un hans. Framkvæmdastjóri læknafélaganna hefur annazt greiðslur úr sjóðnum og hefur tekið á móti því fé, sem inn kom án innköllunar, auk þess sem hann kveðst hafa gengið eftir greiðslum hjá nokkrum sjúkrasamlögum í nágrenni Reykjavíkur. Nánari fyrirmæli um verk- svið hans kveðst hann ekki hafa fengið frá stjórn sjóðsins þrátt fyrir fyrirspurn. Það kom til tals með stjórn L.R. í vetur að flytja sjóðinn að öllu leyti á skrifstofuna. Stóð til, að umræður yrðu við stjórn sjóðsins um það, en vegna anna féll boðaður umræðufundur niður. Annar fundur var ekki boðaður, en athugun málsins verður haldið áfram. Ástæða er til að halda, að sjóðurinn sé ekki nýttur sem skyldi, hvorki til námsferða né rannsóknastyrkja. Stjórn L.R. vill hvetja lækna til þess að nýta sjóðinn til hins ýtrasta, því að fátt er eins mikil- vægt og stöðug þekkingaröflun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.