Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1969, Side 48

Læknablaðið - 01.12.1969, Side 48
222 LÆKNABLAÐIÐ ÚTDRÁTTUR ÚR FUNDARGERÐ AÐALFUNDAR LÆKNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR 1969 Aðalfundur L.R. var haldinn í Domus Medica 12. marz 1969. For- maður setti fundinn og stjórnaði honum. Formaður minntist látinna félaga, er andazt höfðu frá því síðasti aðalfundur var haldinn, þeirra Guðmundar Guðmundssonar, Guðmund- ar Thoroddsens og Guðmundar Gíslasonar. Vottuðu fundarmenn hinum látnu virðingu sína með því að rísa úr sætum. Síðan var afgreidd inntökubeiðni nýrra félaga, en þeir voru: Guð- steinn Þengilsson, Viðar Hjartarson, Óli Jakob Hjálmarsson, Halldór Steinsen, Kristján Aðalbjörn Eyjólfsson, Eyjólfur Þorbjörn Haraldsson og Guðni Þorsteinsson. Formaður gat þess, að sumar þessara umsókna hefðu borizt félag- inu fyrir alllöngu, en ekki komizt í hendur stjórnar félagsins fyrr en skömmu fyrir aðalfund. Þegar farið var að athuga tölu félagsmanna, höfðu umsóknirnar legið í skúffu á skrifstofunni. Voru þessir nýju fé- lagar samþykktir og boðnir velkomnir í félagið. Formaður gerði því næst grein fyrir ársskýrslu félagsins, en skýrsl- an hafði verið fjölrituð og send öllum félagsmönnum fyrir fundinn, og lá hún einnig frammi á fundinum. Vísast því til ársskýrslunnar, en hún birtist á öðrum stað í blaðinu. Gerði formaður leiðréttingu við smávillu, sem slæðzt hafði inn í ársskýrsluna, þar sem segir, að Gunnlaugur Snæ- dal hefði verið tilnefndur í stjórn námssjóðs sjúkrahússlækna af læknaráði Landspítalans, en þar hefði átt að standa Guðmundur Jó- hannesson. Stefán Bogason las síðan reikninga félagsins og skýrði ýmsa liði. Gat hann bess, að reikningsyfirlit Heilsufræðisafnssjóðs hefði ekki ver- ið lesið i þrjú ár. Bankabók sjóðs þessa hefði ekki fundizt fyrr en eftir mikla leit, en sjóðsstjórn ekkert um hana vitað. Innistæða þeirrar bók- ar væri nú kr. 31.009.05. Vísast til reikningsyfirlitsins í heild, sem mun birtast á öðrum stað í blaðinu. Þá las Ólafur Einarsson reikninga Ekknasjóðs, og vísast til reikn- inga þess sjóðs. Arinbjörn Kolbeinsson þakkaði stjóminni þá framtakssemi að senda öllum ársskýrsluna og taldi það vera í fyrsta sinni, sem það hefði verið gert. Aleit hann mikinn ávinning að því, að nú væri sami gjaldkeri fyrir bæði félögin, L.R. og L.Í.; við það fengist góð heildar- sýn yfir hag félaganna. Þá benti hann á, að risna væri nú óvénjulág. Færði hann gjaldkera þakkir fyrir vel unnið starf í þágu beggja félap- anna. Hann taldi, að formi reikninga mætti breyta til hagræðis. Þá benti hann og á. að kostnaður vegna lögfræðiaðstoðar væri lítill á þessu ári, enda hefði félagið ekki staðið í kjaradeilum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.