Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1972, Page 11

Læknablaðið - 01.12.1972, Page 11
LÆKNABLAÐIÐ 189 og drer (cataracta) meðal fullorðinna og skjálgur meðal barna. Einn þáttur sjónverndar er og að fyrirbyggja augnslys og skapa aðstöðu til að gera að þeim. í þessari grein verður rætt um núverandi augnlæknisþjónustu hér á landi, blindu og tíðni gláku. Einnig verður rætt nokkuð um augn- þjálfun rangeygra þarna og að lokum, hvað hægt er að gera til að koma sjónverndarmálum í betra horf en nú er. NÚVERANDI AUGNLÆKNISÞJÓNUSTA Hér á landi fást almennir læknar mjög lítið við lækningar á augn- sjúkdómum. Eru því augnsjúklingar að langmestu leyti stundaðir af sérfræðingum í augnsjúkdómum, og gleraugnamátun er eingöngu í höndum þeirra. Samtals eru nú, þegar þetta er ritað í ágúst 1972, 14 íslenzkir læknar, sem eru sérfræðingar í augnsjúkdómum. Einn er alveg hættur störfum fyrir aldurs sakir, en hinir allir starfandi hér á landi, ellefu í Reykjavík og tveir á Akureyri. Tveir augnlæknanna eru komnir yfir sjötugt, en starfa þó enn þá. Ekki veit ég til, að nokkur íslenzkur læknir stundi nú sérnám í augnlækningum. Láta mun nærri, að um 16 þúsund íbúar séu um hvern starfandi augnlækni hér á landi. Á hinum Norðurlöndunum eru þó mun fleiri íbúar um hvern augnlækni, t. d. um 50 þús. í Svíþjóð og um 48 þús. í Noregi. Þrátt fyrir það að augnlæknar séu tiltölulega margir hérlend- is, er þegar farið að bera á augnlæknaskorti. Sést það bezt á því, að nokkrar vikur eða mánuði tekur að ná fundi þeirra, sem gefa sjúklingum einkatíma, en þeim læknum fer sífjölgandi. Þess skal þó geta, að augnslys eða bráðir sjúkdómar í augum eru alltaf látnir ganga fyrir. Hörgull á augnlæknisþjónustu stafar mestmegnis af því, að öll gleraugnamátun hér er í höndum augnlækna, en víða erlendis er mikill hluti slíkrar iðju í höndum ólæknisfróðra manna, svonefndra gleraugnasérfræðinga, er hafa leyfi til að máta og selja gleraugu. í Bandaríkjunum er talið, að um helmingur allrar gler- augnamátunar sé í höndum gleraugnasérfræðinga (optometrists).3 Víða erlendis munu og fleiri almennir læknar veita meiri augnlæknisþjón- ustu en hér á landi. Sala á gleraugum hér á landi er öll í höndum gleraugnafræðinga (optikera), og er þjónusta þeirra góð að mínum dómi. Hér á landi er engin almenn augnklíník, og starfar hver augn- læknir á sinni eigin lækningastofu. Á slysadeild Borgarspítalans er bakvakt augnlækna, sem Augnlæknafélag íslands sér um. Geta læknar slysavarðstofunnar kallað í þann augnlækni, sem er á vakt, á hvaða tíma sólarhrings sem er. Vaktþjónusta þessi hófst 28. marz sl. og hefur reynzt vel. Formleg augndeild við spítala var fyrst stofnuð hér á landi sumar- ið 1969, og er hún í sjúkrahúsi St. Jósefssystra að Landakoti. Á augn- deildinni starfa nú fjórir augnlæknar, og auk þeirra eru tveir augn- læknar ráðgefendur á spítalanum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.