Læknablaðið - 01.12.1972, Qupperneq 11
LÆKNABLAÐIÐ
189
og drer (cataracta) meðal fullorðinna og skjálgur meðal barna. Einn
þáttur sjónverndar er og að fyrirbyggja augnslys og skapa aðstöðu
til að gera að þeim.
í þessari grein verður rætt um núverandi augnlæknisþjónustu hér
á landi, blindu og tíðni gláku. Einnig verður rætt nokkuð um augn-
þjálfun rangeygra þarna og að lokum, hvað hægt er að gera til að
koma sjónverndarmálum í betra horf en nú er.
NÚVERANDI AUGNLÆKNISÞJÓNUSTA
Hér á landi fást almennir læknar mjög lítið við lækningar á augn-
sjúkdómum. Eru því augnsjúklingar að langmestu leyti stundaðir af
sérfræðingum í augnsjúkdómum, og gleraugnamátun er eingöngu í
höndum þeirra. Samtals eru nú, þegar þetta er ritað í ágúst 1972, 14
íslenzkir læknar, sem eru sérfræðingar í augnsjúkdómum. Einn er
alveg hættur störfum fyrir aldurs sakir, en hinir allir starfandi hér
á landi, ellefu í Reykjavík og tveir á Akureyri. Tveir augnlæknanna
eru komnir yfir sjötugt, en starfa þó enn þá.
Ekki veit ég til, að nokkur íslenzkur læknir stundi nú sérnám í
augnlækningum.
Láta mun nærri, að um 16 þúsund íbúar séu um hvern starfandi
augnlækni hér á landi. Á hinum Norðurlöndunum eru þó mun fleiri
íbúar um hvern augnlækni, t. d. um 50 þús. í Svíþjóð og um 48 þús.
í Noregi.
Þrátt fyrir það að augnlæknar séu tiltölulega margir hérlend-
is, er þegar farið að bera á augnlæknaskorti. Sést það bezt á því,
að nokkrar vikur eða mánuði tekur að ná fundi þeirra, sem gefa
sjúklingum einkatíma, en þeim læknum fer sífjölgandi. Þess skal
þó geta, að augnslys eða bráðir sjúkdómar í augum eru alltaf látnir
ganga fyrir. Hörgull á augnlæknisþjónustu stafar mestmegnis af
því, að öll gleraugnamátun hér er í höndum augnlækna, en víða
erlendis er mikill hluti slíkrar iðju í höndum ólæknisfróðra manna,
svonefndra gleraugnasérfræðinga, er hafa leyfi til að máta og selja
gleraugu. í Bandaríkjunum er talið, að um helmingur allrar gler-
augnamátunar sé í höndum gleraugnasérfræðinga (optometrists).3 Víða
erlendis munu og fleiri almennir læknar veita meiri augnlæknisþjón-
ustu en hér á landi. Sala á gleraugum hér á landi er öll í höndum
gleraugnafræðinga (optikera), og er þjónusta þeirra góð að mínum
dómi.
Hér á landi er engin almenn augnklíník, og starfar hver augn-
læknir á sinni eigin lækningastofu. Á slysadeild Borgarspítalans er
bakvakt augnlækna, sem Augnlæknafélag íslands sér um. Geta læknar
slysavarðstofunnar kallað í þann augnlækni, sem er á vakt, á hvaða
tíma sólarhrings sem er. Vaktþjónusta þessi hófst 28. marz sl. og hefur
reynzt vel.
Formleg augndeild við spítala var fyrst stofnuð hér á landi sumar-
ið 1969, og er hún í sjúkrahúsi St. Jósefssystra að Landakoti. Á augn-
deildinni starfa nú fjórir augnlæknar, og auk þeirra eru tveir augn-
læknar ráðgefendur á spítalanum.