Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1972, Page 12

Læknablaðið - 01.12.1972, Page 12
190 LÆKNABLAÐIÐ Augndeildin er í örum vexti, en skortur á sjúkrarúmum og ónóg skoðunaraðstaða sjúklinga standa henni fyrir þrifum. Byggist sjúkra- rúmaskorturinn aðallega á því, að þriðju hverja viku hefur Landa- kotsspítalinn almenna neyðarvaktþjónustu. í vaktavikunni gengur því oftast á sjúkrarúm þau, sem augnsjúklingum eru annars ætluð. í jan- úar 1972 voru að meðaltali 8.3 sjúklingar á dag á augndeildinni. íleðal- tal sjúklinga hefur smáaukizt með hverjum mánuði síðan; og í júlí sl. voru að meðaltali 18.5 sjúklingar á deildinni. Fyrra misseri þessa árs hafði deildin því til umráða að meðaltali 14 rúm, auk þess 2-3 rúm á barnadeild að jafnaði. Lengi vel biðu hátt á annað hundrað sjúklingar eftir að fá sjúkra- rúm á augndeildinni, en það sem af er þessu ári, hefur heldur fækkað á biðlistanum. Vantar enn nokkuð á, að augndeildin á Landakoti nái þeirri lágmarkstölu rúma fyrir augnsjúklinga, sem hæfileg þykir, þar sem heilbrigðisþjónusta á að vera í lagi. Samkvæmt könnun, er heilbrigðismálaráðuneytið lét nýlega gera um sjúkrarúmaþörf hér á landi, er áætlað, að um 26 sjúkrarúm fyrir augnsjúklinga þurfi á íslandi, en rúm fyrir augnsjúk börn eru þá ekki meðtalin. Er þá miðað við rúmafjölda eins og hann er nú í ná- grannalöndunum, en þar er einnig skortur á sjúkrarúmum. Þá er augndeildin tók til starfa, voru öll skurð- og rannsóknatæki í eigu einstakra lækna deildarinnar, en spítalinn hefur nú keypt nauð- synlegustu tæki, og einnig hafa einstaklingar og Lionsklúbbar gefið deildinni ýmiss konar tækjabúnað. Enn vantar þó mikið á, að tækja- kostur deildarinnar sé fullnægjandi. Augndeildin í Landakoti hefur gjörbreytt aðstöðu til lækninga augnsjúkdóma hér á landi, og má þar nefna aðgerðir á rangeygum börnum, en ný tækni í svæfingum hefur m. a. gert þessar aðgerðir mögulegar. Einnig má nefna frystitækni við drer- og sjónulosaðgerðir, sem teknar hafa verið upp, og ný tækni við glákuaðgerðir. St. Jósefsspítalinn í Reykjavík hefur frá því hann tók til starfa haustið 1902 verið eini spítalinn í Reykjavík, sem vistað hefur augn- sjúklinga, ef frá eru skilin þau ár, sem sjúkrahús Hvítabandsins veitti einnig sjúklingum með augnsjúkdóma móttöku. Augnlækningaferðalög eru farin á vegum heilbrigðisstjórnarinnar til þeirra héraða, sem fjarst eru Reykjavík. Hefur þessi þjónusta verið stunduð nær samfleytt síðan 1896, er Björn Ólafsson, fyrsti augn- læknirinn á íslandi, byrjaði á þessum ferðalögum. Síðan 1934 hefur landinu verið skipt í fjögur umdæmi, og eru ferðalögin farin nokkrar vikur að sumri til. Augnlæknirinn, sem þjónar Norðurlandi, hefur þó síðari árin farið nokkrum sinnum á ári, en staðið við aðeins stuttan tíma í einu á hverjum stað. Hann hefur farið flugleiðis. Skipulega leit að gláku er ekki hægt að framkvæma á þessum ferðalögum eins og þeim er nú háttað, vegna þess að læknirinn stendur aðeins stutt við á hverjum stað, aðsókn er mikil og því nauðsynlegt að sinna mörgum sjúklingum á sem skemmstum tíma. Þó finnast alltaf nokkrir nýir glákusjúklingar á þessum ferðalögum. Ekki er þessi þjónusta heldur nægileg til að fylgjast alfarið með glákusjúkl- ingum, sem eru í meðferð. Kemur þar bæði til skortur á tækjabúnaði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.