Læknablaðið - 01.12.1972, Síða 12
190
LÆKNABLAÐIÐ
Augndeildin er í örum vexti, en skortur á sjúkrarúmum og ónóg
skoðunaraðstaða sjúklinga standa henni fyrir þrifum. Byggist sjúkra-
rúmaskorturinn aðallega á því, að þriðju hverja viku hefur Landa-
kotsspítalinn almenna neyðarvaktþjónustu. í vaktavikunni gengur því
oftast á sjúkrarúm þau, sem augnsjúklingum eru annars ætluð. í jan-
úar 1972 voru að meðaltali 8.3 sjúklingar á dag á augndeildinni. íleðal-
tal sjúklinga hefur smáaukizt með hverjum mánuði síðan; og í júlí
sl. voru að meðaltali 18.5 sjúklingar á deildinni. Fyrra misseri þessa
árs hafði deildin því til umráða að meðaltali 14 rúm, auk þess 2-3 rúm
á barnadeild að jafnaði.
Lengi vel biðu hátt á annað hundrað sjúklingar eftir að fá sjúkra-
rúm á augndeildinni, en það sem af er þessu ári, hefur heldur fækkað
á biðlistanum. Vantar enn nokkuð á, að augndeildin á Landakoti nái
þeirri lágmarkstölu rúma fyrir augnsjúklinga, sem hæfileg þykir, þar
sem heilbrigðisþjónusta á að vera í lagi.
Samkvæmt könnun, er heilbrigðismálaráðuneytið lét nýlega gera
um sjúkrarúmaþörf hér á landi, er áætlað, að um 26 sjúkrarúm fyrir
augnsjúklinga þurfi á íslandi, en rúm fyrir augnsjúk börn eru þá
ekki meðtalin. Er þá miðað við rúmafjölda eins og hann er nú í ná-
grannalöndunum, en þar er einnig skortur á sjúkrarúmum.
Þá er augndeildin tók til starfa, voru öll skurð- og rannsóknatæki
í eigu einstakra lækna deildarinnar, en spítalinn hefur nú keypt nauð-
synlegustu tæki, og einnig hafa einstaklingar og Lionsklúbbar gefið
deildinni ýmiss konar tækjabúnað. Enn vantar þó mikið á, að tækja-
kostur deildarinnar sé fullnægjandi.
Augndeildin í Landakoti hefur gjörbreytt aðstöðu til lækninga
augnsjúkdóma hér á landi, og má þar nefna aðgerðir á rangeygum
börnum, en ný tækni í svæfingum hefur m. a. gert þessar aðgerðir
mögulegar. Einnig má nefna frystitækni við drer- og sjónulosaðgerðir,
sem teknar hafa verið upp, og ný tækni við glákuaðgerðir.
St. Jósefsspítalinn í Reykjavík hefur frá því hann tók til starfa
haustið 1902 verið eini spítalinn í Reykjavík, sem vistað hefur augn-
sjúklinga, ef frá eru skilin þau ár, sem sjúkrahús Hvítabandsins veitti
einnig sjúklingum með augnsjúkdóma móttöku.
Augnlækningaferðalög eru farin á vegum heilbrigðisstjórnarinnar
til þeirra héraða, sem fjarst eru Reykjavík. Hefur þessi þjónusta verið
stunduð nær samfleytt síðan 1896, er Björn Ólafsson, fyrsti augn-
læknirinn á íslandi, byrjaði á þessum ferðalögum. Síðan 1934 hefur
landinu verið skipt í fjögur umdæmi, og eru ferðalögin farin nokkrar
vikur að sumri til. Augnlæknirinn, sem þjónar Norðurlandi, hefur þó
síðari árin farið nokkrum sinnum á ári, en staðið við aðeins stuttan
tíma í einu á hverjum stað. Hann hefur farið flugleiðis.
Skipulega leit að gláku er ekki hægt að framkvæma á þessum
ferðalögum eins og þeim er nú háttað, vegna þess að læknirinn stendur
aðeins stutt við á hverjum stað, aðsókn er mikil og því nauðsynlegt
að sinna mörgum sjúklingum á sem skemmstum tíma. Þó finnast
alltaf nokkrir nýir glákusjúklingar á þessum ferðalögum. Ekki er
þessi þjónusta heldur nægileg til að fylgjast alfarið með glákusjúkl-
ingum, sem eru í meðferð. Kemur þar bæði til skortur á tækjabúnaði