Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1972, Síða 13

Læknablaðið - 01.12.1972, Síða 13
LÆKNABLAÐIÐ 191 og ekki er fullnægj andi að skoða þá aðeins, þegar augnlæknirinn er á ferð. Augnlæknar þeir, sem íarið hafa í þessi árlegu augnlækninga- ferðalög, sumir um áratuga skeið, hafa unnið mikið og fórnfúst starf. Hafa þeir lagt á sig mikið erfiði, fórnað sumarfríum sínum og ekki er hægt að segja að hið opinbera hafi oflaunað þeim góðsemi þeirra. Hefur þóknun hins opinbera vart nægt fyrir ferðakostnaði. Tilhögun augnlækningaíerðanna hefur lítið breytzt í fjóra áratugi, þrátt fyrir gjörbreyttar samgöngur á þessum tíma. Verður síðar í rit- gerð þessari geiðar tillögur að endurskipulagningu þessara ferða. Eins og víða annars staðar, er þekking annarra lækna en augn- lækna vægast sagt lítil á augnsjúkdómum. Nokkrir héraðslæknar kunna þó að mæla augnþrýsting og gera það, og hefur skapazt góð samvinna milli þeirra og augnlækna. Við læknadeild háskólans er augnsjúkdómafræði kennd í formi fyrirlestra í nokkrar vikur á síðasta hluta. Ekki er hægt að koma við verklegri kennslu, enda ekki aðstaða til þess á Landspítalanum, þar sem kennslan fer fram, því að þar eru hvorki vistaðir augnsjúklingar né nokkur aðstaða til augnskoðunar fyrir læknanema. Þessi skortur á verklegri kennslu í augnlækningum kemur sér vægast sagt illa í landi með of fáa starfandi augnlækna, og æskilegt er, að almennur læknir kunni skil á helztu augnsjúkdómum og ráð við þeim, ekki sízt augnslysum. Auk viðleitni augnlækna að leita sem bezt að gláku meðal sjúkl- inga sinna, er skipuleg leit að glákusjúkdómnum aðeins gerð á Rann- sóknastöð Hjartaverndar. Gerir hjúkrunarkona augnþrýstingsmælingu á öllum þeim, sem leita til stöðvarinnar. Hafa þeir sjúklingar, sem fundizt hafa með hækkaðan augnþrýsting og þrýsting á mörkum hins normala og sjúklega, verið sendir til augnlæknis í nánari rannsókn. Hafa þegar fundizt þar margir sjúklingar með leynda gláku á öllum stigum sjúkdómsins, en þó flest á byrjunarstigi. Sýnir þessi tilraun, að árangur af skipulegri leit að gláku er góður, og hefur stuðlað að því að koma mörgum glákusjúklingum í meðferð, sem ella hefðu ekki notið meðferðar, fyrr en í óefni var komið.4 BLINDA Tíðni blindu í hverju landi er mælikvarði á það, hvernig að sjón- verndarmálum er búið, en þó ekki einhlítur. Þeir, sem eru sjóndaprir eða blindir á öðru auga, komast ekki á skrá blindra, samanber rang- eygt fólk, sem ekki hefur fengið lækningu í bernsku. Hugtakið blinda var lengi á reiki og því erfitt að bera saman tíðni blindu meðal þjóða, sem höfðu ekki sama blindumark. Héraðslæknar hafa skráð þá blinda, sem geta ekki lesið með gleraugum. Þegar blind- ir voru skráðir í manntalinu 1910 og síðar, voru þeir skráðir, sem voru „alveg sjónlausir eða geta ekki farið ferða sinna á ókunnum stað“ vegna sjóndepru. í reglum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, um heiti og skráningu sjúkdóma og dánarmeina, sem tóku gildi fyrir ísland 1. janúar 1951
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.