Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1972, Síða 23

Læknablaðið - 01.12.1972, Síða 23
LÆKNABLAÐIÐ 197 sjúklingum, sem vistaðir voru á Laugarnesspítalanum fyrsta árið, sem hann starfaði, voru 9 alblindir og nokkrir hálfblindir. Berklabólgu í augum mun hafa gætt hér og stundum orsakað blindu, en er nú mjög sjaldgæf. Ef verðandi mæður fá rauða hunda í byrjun meðgöngutíma, getur barn fæðzt blint vegna drers á augasteini (cataracta congenita) eða vanskapnaðar á augum. í farsóttinni, sem gekk hér á landi á sjötta ára- tugnum, fæddust nokkur blind börn, en ekkert mér vitanlega í farsótt- inni 1964, en aftur á móti mörg heyrnarlaus. Gegn faraldri rauðra hunda þarf því að vera vel á verði. Einnig þarf að gæta mikillar varúðar, að forburðir fái ekki of mikið súrefni. Myndast þá bandvefur inni í auganu og orsakar blindu, sem ekki er hægt að lækna (retroental fibroplasia). Var það aðal orsök blindu hjá ungbörnum í nokkrum löndum fyrir tveim til þrem áratugum. Um 5000 amerísk börn misstu sjónina af þessum sökum, áð ur en orsökin fannst. Mér vitanlega hefur slíkt ekki komið fyrir hér á landi. GLÁKA Þar sem gláka er sá sjúkdómur, sem veldur mestum skaða á sjón ckkar íslendinga, er nauðsynlegt að gera sér hugmynd um tíðni sjúk- dómsins og útbreiðslu. Fyrir nokkrum árum gerði ég athuganir á þessu meðal sjúklinga minna. Ég hafði lengi velt því fyrir mér, hvers vegna blinda af völdum gláku virðist tíðari hér á landi en í nágrannalönd- unum. Er það vegna þess, að sjúkdómstíðnin er hærri hér en annars staðar, eða koma önnur atriði til greina? Þess má geta, að sú trú er ríkjandi bæði hér og erlendis, að tíðni gláku sé mun meiri hér en meðal annarra þjóða. Vafalaust á þessi skoðun rót sína að rekja til þeirrar staðreyndar, að blinda af völdum gláku er og hefur um langt skeið verið mikil hér á landi. Frá því ég tók til starfa hér í Reykjavík árið 1948 til ársins 1963, fann ég gláku á augljósu stigi meðal 2.1% sjúklinga minna 40 ára og eldri.0 Með gláku á augljósu stigi er átt við, að ótvíræð skemmd sé komin í auga með rýrnun á sjóntaug og eyðum á sjónsviði. Á um- ræddu tímabili leitaði ég ekki skipulega að leyndri gláku, enda var það almennt ekki tíðkað í þá daga. Gláka á byrjunarstigi finnst ekki nema sérstaklega sé leitað að henni, enda er sjúkdómurinn þá alveg einkennalaus. Af sjúklingum mínum var áberandi, hversu karlar voru fleiri en konur með sjúkdóminn, er hann var greindur, og var hann kominn á hærra stig meðal þeirra. 4. mynd sýnir dreifingu glákusjúklinga í aldursflokkum og meðal kynja. Var yfirgnæfandi meiri hluti gláku- sjúklinganna úr hópi bænda, sjómanna og verkamanna, en þeir, sem innivinnu stunduðu, voru í greinilegum minnihluta. Tíðni sjúkdóms- ins meðal kvenna í öllum stéttum var svipuð. Meirihluti karla með gláku bjuggu í dreifbýli, en tíðni hennar meðal kvenna var svipuð í kaupstöðum og sveitum. Af þessu mætti ef til vill draga þá ályktun, hvort áhrifa frá umhverfi t. d. langvarandi erting á augun geti að ein-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.