Læknablaðið - 01.12.1972, Page 26
200
LÆKNABLAÐIÐ
ára og eldri um 10%, sjá 5. mynd. Var sjúkdómurinn yfirleitt kominn
á hærra stig meðal karla en kvenna. Það kom og fram við þessar
athuganir, að fólk getur gengið með sjúkdóminn leyndan í áratug eða
meira, unz augljós sjúkdómseinkenni koma í Ijós, en hjá öðrum er
gangur sjúkdómsins mun hraðari.
Niðurstöður þessara athugana gefa til kynna, að tíðni leyndrar
gláku sé svipuð á íslandi og meðal grannþjóða okkar, það er um
2% allra 40 ára og eldri ganga með sjúkdóminn leyndan. Það er
því ekki, vegna þess að gláka sé algengari hjá okkur, að glákublinda
er meiri hér en annars staðar. Aftur á móti blindast miklu fleiri hér
á landi af hennar völdum en í öðrum löndum, og einmitt þess vegna
hefur glákan orðið meira áberandi hér.
Orsakir hinnar óvenjulegu háu tíðni blindu af völdum gláku tel
ég aðallega tvær: Sjúkdómurinn finnst seint, oft ekki fyrr en á loka-
stigi, og meðferð þá erfiðleikum bundin og örðugt er að fylgjast með
þekktum sjúkdómstilfellum í stóru strjálbýlu landi með fáum starf-
andi augnlæknum, og almennir læknar kunna lítið að meðhöndla
sjúkdóminn. Ef til vill er gláka illkynjaðri hér á landi en annars
staðar, en það er órannsakað.
Áberandi er, að gláka liggur í ættum og eru allmargar gláku-
ættir hérlendis. Venjan er, að sjúkdómurinn gengur frá manni til
manns, en oft hleypur hann yfir ættlið. Æði oft sjást þó einstaklingar
með gláku, þar sem gláka virðist ekki vera ættgeng.
Ástæðan fyrir því, að sjúkdómurinn finnst seint er sú, að hann er
einkennalaus og sjúklingar leita því ekki til læknis af sjálfsdáðum, og
oft ekki fyrr en um seinan.
Aðalatriðið í baráttunni við glákusjúkdóminn er að greina hann,
áður en sjúkdómseinkenni koma í ljós og taka sjúklinga þegar til með-
ferðar á frumstigi sjúkdómsins. Er þá í flestum tilfellum hægt að
draga úr þróun hans. Til þess að þetta sé hægt, verður að leita að hon-
um sérstaklega.
Tíðni annarra blinduvaldandi sjúkdóma en gláku hefur ekki verið
rannsökuð hér á landi. Hér er óleyst verkefni framundan.
SKJÁLGUR
Annar höfuðþáttur sjónverndar hér á landi er að taka rangeyg
börn til meðferðar á yngstu aldursárum og hafa lokið lækningu, áður
en þau hefja skólagöngu. Sumir kennslubókahöfundar telja, að um
2% barna hafi skjálg og um helmingur þeirra sé með sjóndepru á
öðru auga. Aðrir höfundar telja augnskekkju tíðari en þetta. í Heil-
brigðisskýrslum, sem gefnar eru út af skrifstofu landlæknis ár hvert,
er skrá yfir kvilla nemenda í skólum landsins. Er þar m. a. getið fjölda
nemenda með sjóngalla, rangeygð og þeirra, sem nota gleraugu.
Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar úr Heilbrigðisskýrslum frá
árinu 1967, en það ár vantaði skýrslur um skólaeftirlit úr 14 læknis-
héruðum. Þrátt fyrir það gefur skýrslan góða mynd af kvillum nem-
enda hér á landi á hinum ýmsu námsstigum.
Árið 1967 voru 39.199 nemendur í þeim skólum, er skýrslur þessar