Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1972, Page 33

Læknablaðið - 01.12.1972, Page 33
LÆKNABLAÐIÐ 203 nánum tengslum við augnspítala, og eru a. m. k. tíu slíkir skólar í Englandi. Er ein íslenzk kona nú við slíkt nám í Þýzkalandi. Hér á landi er engin augnþjálfunarstöð eða aðstaða af þessu tagi, og af þeim sökum er meðferð á augnskekkju hér á landi ekki eins fullkomin og æskilegt væri. Það er ekki á valdi einstakra augnlækna að annast þessar æfingar, nema að litlu leyti. Bæði skortir þá þjálfun, og auk þess hafa þeir ekki tíma til að sinna hverjum sjúklingi nægi- lega vel, því að meðferð hvers sjúklings tekur oftast langan tíma, frá nokkrum mánuðum upp í eitt ár. Vegna óhj ákvæmilegs kostnaðar við þessar æfingar er nauðsynlegt, að hið opinbera beri kostnað af þeim og reki slíkar stöðvar. Þrátt fyrir að augnþjálfun sé enn þá ábótavant hjá okkur, hef- ur meðferð á rangeygum börnum þó batnað. Með tilkomu hinnar nýju augndeildar á Landakoti stórbatnaði aðstaða til aðgerðar á aug- um, einkum þó til aðgerða gegn skjálg á börnum. Það, sem gerir þess- ar aðgerðir mögulegar, jafnvel á mjög ungum börnum, er ekki sízt fullkomin svæfingatækni, sambærileg við það, sem tíðkast á augn- deildum í stærri löndum. Er nú hægt með hinni nýju tækni að gera skjálgaðgerðir á æ yngri börnum. Meðan svæfingartæknin var ekki eins langt á veg komin og nú, var hikað við að leggja í slíkar aðgerðir, og ekki ýkja langt síðan skjálgaðgerðir voru gerðar í staðdeyfingu. Var þá oft beðið með aðgerð, þar til sjúklingurinn var 16-18 ára. Með því fékkst útlitsbati eingöngu, augun urðu réttstæð, en um samsjón augnanna var ekki að ræða, en það er einmitt samstarf augnanna, sem verið er að sækjast eftir við meðferð á rangeygð. SJÓNVERNDARSTÖÐ Sjónverndarmál hafa enn ekki verið nægilega skipulögð hér á landi. Reynslan hefur sýnt, að án skipulagningar er ekki unnt að hafa hemil á þeim sjúkdómi, sem veldur mestri blindu hér á landi, þ. e. glákunni, og það er ekki á færi einstakra augnlækna að reka augn- þjálfunarstöð fyrir börn og skipuleggja leit að augnsjúkdómum á for- skólaaldri. Er því nauðsynlegt, að sett verði á stofn sjónverndarstöð, en höfuð- verkeíni hennar yrði að stemma stigu við glákublindu og að lækna rangeyg börn. Sjónverndarstöð væri því hvorttveggja í senn, gláku- leitarstöð og augnþjálfunarstöð. Er hagkvæmt og sennilega heppilegast að koma upp sjónverndar- stöð í beinum tengslum við augndeildina á Landakoti, þá einu á land- inu, og sameina þar ofangreinda sjónverndarstarfsemi. Sparar það bæði húsrými og starfslið. Tækjaútbúnaður er dýr, og þar sem hægt er að nota sömu tækin, sparar það mikið fé. Megnið af aðgerðum, sem gerðar eru á augndeildinni, eru fyrir- byggjandi aðgerðir gegn blindu, svo sem glákuaðgerðir, dreraðgerðir og aðgerðir á augum rangeygra barna. Er augndeildin því í rauninni aðeins einn hluti sjónverndarstöðvar. Við augndeildir sjúkrahúsa í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.