Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1972, Page 50

Læknablaðið - 01.12.1972, Page 50
216 LÆKNABLAÐIÐ en einnig í þéttbýli. Mörgum ráðum hefur verið beitt til þess að leysa þann vanda. Bygging heilsugæzlustöðva hefur ekki leyst þennan vanda nema að nokkru leyti. Einn megintilgangur frumvarps um heilbrigðisþjónustu, sem nú liggur fyrir Alþingi, er bygging heilsugæzlustöðva víða um land- ið til þess að bæta læknisþjónustuna í dreifbýlinu. En ég fæ ekki séð, að bygging heilsugæzlustöðvar á Ísaíirði bæti læknisþjónustu á Flateyri eða Þingeyri eða að sams konar bygging á Egilsstöðum gagni mikið íbúum Seyðisfjarðar, eftir að hausta tekur, og legg ég því til, að stöðvair á Flateyri, Þingeyri og Seyðisfirði verði vel búnar tækjum og þar verði einnig sérhæft fólk til aðstoðar fyrir lækninn. Fleiri lík dæmi mætti nefna, sem gefa til kynna, að heilsugæzlu- stöðvar leysi ekki allan vanda hér frekar en í öðrum löndum og raunar þeim mun síður, sem ísland er flestum löndum strjálbyggðara og erfið- ara yfirferðar. En ekki má búast við því, að almennir læknar flykkist út á land, meðan skortur er á almennum læknum í Reykjavík. Að sjálf- sögðu ber ekki að túlka orð mín svo, að ég sé því mótfallinn að byggja heilsugæzlustöðvar. Kennsla í heimilislækningum hefur víða verið hafin, en dæmin hér að framan gefa til kynna, að ekki er að vænta skjótrar fjölgunar heimilislækna, þótt til þessara ráða sé gripið. En vitaskuld er rétt að kenna heimilislækningar. Ég held því, að til áhriíameiri ráða verði að grípa. Tillögur hafa komið fram í Svíþjóð og Skotlandi um, að starfssvið lækna sjúkrahúsa og læknamiðstöðva verði tengd á þann hátt, að sjúkra- húslæknar, þ. á m. sérfræðingar og almennir læknar, vinni við sjúkra- hús og gegni jafnframt störfum utan veggja sjúkrahússins.5 31 í Bandaríkjunum hafa kröfur komið fram um, að allir læknar verði tengdir sjúkrahúsum.3 Niðurstöður rannsókna í Englandi leiða í ljós, að 70% heimilis- lækna, aðallega ungir læknar, kjósa að vinna á sjúkrahúsum samhliða heimilislækningum. Flestir yngri heimilislæknar kjósa að vinna í hóp- „praksís11.10 35 Þar hefur verið tekið tillit til þessara óska, og vinna nú um 20% allra heimilis- og héraðslækna á stærri sjúkrahúsum við hlið sjúkrahúslækna.7 0 11 35 38 Læknar, sem vinna við ,,cottage“-sjúkrahús, eru ekki taldir með. Þessir heimilislæknar vinna á ýmsan hátt: 1) undir stjórn sérfræðinga, 2) sjálfstætt, en geta kallað sérfræðinga sér til að- stoðar, 3) fylgjast eingöngu með sínum eigin sjúklingum. Náin samvinna almennra lækna og sjúkrahúslækna, innan og utan sjúkrahúsveggjanna, hefur eftirfarandi kosti: 1) Störf við heilsugæzlustöðvar verða eftirsóknarverðari og má þá e. t. v. fá fleiri unga lækna, t. d. með sérfræðimenntun, til þess að gegna almennum lækningum. 2) Viðhaldsmenntun heilsugæzlulækna verður betri, og það er óneitanlega veigamikið atriði. Að sjálfsögðu verða praktíserandi læknar að fá nokkra sérmenntun vegna starfa á sjúkrahúsum, og sjúkrahúslæknar verða að viðhalda sinni almennu menntun. 3) Ýmsir álíta og hafa fært nokkur rök fyrir, að náið samband
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.