Læknablaðið - 01.12.1972, Qupperneq 81
LÆKNABLAÐIÐ
9. tafla.
Forspá um fjölgun röntgenrannsókna á íslandi 1972-1985.
235
Gert er ráð fyrir 8% meðalársaukningu á Reykjavíkursvæði og
Akureyri, en að rannsóknafjöldi á öðrum stöðum aukist um 2%.11
Ár Rannsóknir
1972 90.050
1973 100.920
1974 108.380
1975 116.420
1976 125.100
1977 134.410
1978 144.610
1979 155.510
1980 167.260
1981 179.930
1982 193.510
1983 207.460
1984 223.320
1985 240.430
meiri vöxtur á þeim stöðum, þar sem skipt sjúkrahús með sérfræði-
þjónustu eru fyrir hendi á eða nálægt hlutaðeigandi svæði.
í 9. töflu, sem er forspá um heildarþörf landsins, er því á þessu
stigi ekki gerð tilraun til þess að sundurliða (differentiera) eftir lands-
svæðum. Upplýsingar um aðstöðu á umræddum smærri sjúkrahúsum
gefa þó til kynna, að tæplega verði þar um rýmisskort að ræða vegna
aukningar, a. m. k. á yfirstandandi áratug.
V NIÐURLAGSORÐ
Hér hefir í stuttu máli verið leitazt við að draga fram úr fyrir-
liggjandi gögnum þróunarmynd röntgenrannsókna á íslandi. Vöxtur
hefir verið mjög ör á undanförnum árum hér sem annars staðar, örari
en víða, sökum þess, að sérgreininni hafði of lengi verið sniðinn óeðli-
lega þröngur stakkur og eðlileg þróunarviðleitni orðið útundan.
Augljóst er af þeim forspám, sem hér hafa verið sýndar, að þrátt
fyrir nokkra viðleitni Reykjavíkurborgar til úrlausnar vandanum, er
röntgendeild Borgarspítalans tók til starfa, hefir nú þegar skapazt
erfitt ástand, sem innan tíðar mun leiða til vandræða í rekstri sjúkra-
stofnana og allri heilbrigðisþjónustu, ef ekki verður hafður andvari á.
Aðstöðumöguleikar þeir, sem sýndir eru á Reykjavíkursvæðinu í dag
og á forspárriti 8. töflu, eru vægast sa:gt rýrir: Ein höfuðorsök þess, að
enn er hægt að klóra í bakkann, er, að.nálægt 30% alls sjúklingafjölda
röntgendeildar Borgarspítalans kemur á afbrigðilegum tímum og er
því raunverulega um vaktavinnu að ræða. Vaktavinna kemur að öðru
leyti ekki til greina á yfirstandandi áratug sökum skorts á sérhæfðu