Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 85

Læknablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 85
LÆKNABLAÐIÐ 239 hafa hingað til notið góðs af þessu framlagi íslenzkra ung- lækna. 3) Virkjun þekkingarforða og kennslukrafta í landinu er jafn- framt sterkur hvati til frekari þekkingaröflunar. 4) Framhaldsnám í læknisfræði er nátengt vísindastarfsemi, sem óhjákvæmilegt yrði að efla. ÁBENDINGAR VARÐANDI UNDIRBÚNING, YFIRSTJÓRN OG FRAMKVÆMD Undirbúningur. Við leggjum til, að Læknafélag fslands leiti eftir samvinnu við læknadeild háskólans og heilbrigðisyfirvöld um skipan nefndar til þess að gera frumkönnun á fjárhags- og framkvæmdaratrið- um svo og þörf fyrir nýliðun í einstakar greinar. Tillögur þessarar nefndar mætti síðan leggja fyrir almennan umræðufund og jafnframt leita álits erlendra ráðgjafa með reynslu á þessu sviði. Ætti ekki að verða erfitt að vinna stuðning fjármála- og löggjafarvaldsins og al- mennings í þessu máli, þar sem hér er um augljósa þjóðarhagsmuni að ræða. Yfirstjórn. Við teljum nauðsynlegt, að samvirk forusta skapist fyr- ir grunn- og framhaldsmenntun íslenzkra lækna. Þess vegna leggjum við til, að stjórn framhaldsnámsins verði í fyrstu falin ráði, sem skipað sé aðiljum frá L.Í., læknadeild og fulltrúum hins opinbera. Tilkoma framhaldsnámsins hlýtur hins vegar fljótlega að leiða til stofnunar framhaldsnámsdeildar í læknisfræði við Háskóla íslands. Virðist okk- ur eðlilegt, að þróunin verði sú, að þæði grunn- og framhaldsnámsdeild verði undir sameiginlegri yfirstjórn. Framkvæmd. Flýta þarf aðgerðum til sameiningar sjúkrahúsanna í Reykjavík í eina starfsheild. Jafnframt þarf að koma á betri starfs- tengslum milli sjúkrahúsakerfisins annars vegar og heilsugæzlustöðv- anna hins vegar. Stjórn framhaldsdeildar læknanámsins setur lág- marksstaðal, sem heilbrigðisstofnanir þurfa að uppfylla, til þess að fá réttindi sem kennslustofnanir fyrir unglækna. Fjölga þarf verulega námsstöðum við íslenzkar heilbrigðisstofn- anir og tengia þessar stöður við skipulögð námskeið og rannsóknar- verkefni. Lækna í þessum stöðum má örva til náms með því að gefa þeim kost á að gangast undir hæfnismat. í mörgum tilvikum mætti hagnýta þessar námsstöður í sambandi við kennslu læknaefna (tutori- als). Síðast en ekki sízt þarf að efla læknisfræðilegt bókasafn. Æskilegt væri, að framhaldsnámsdeild læknaskólans leitaði eftir tengslum við hliðstæðar stofnanir erlendis, bæði til þess að skiptast á kennurum og eins til þess að greiða götu íslenzkra lækna inn í er- lendar kennslustofnanir til þess náms, sem ekki er hægt að stunda á íslandi. Við höfum orðið varir við áhuga ráðandi aðilja í Bretlandi á slíku samstarfi og erum reiðubúnir að kanna nánar þá möguleika, sé þess óskað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.