Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1972, Page 87

Læknablaðið - 01.12.1972, Page 87
LÆKNABLAÐIÐ 241 LOUIS PASTEUR 150 ára afmæli „Vilji, vinna og þolinmæði. Þessi eru þrjú mikilvægustu orð tung- unnar. Á þeim þremur hornsteinum vil ég reisa píramída lífs míns.“ Svo mælti ungur vísindamaður fyrir meira en öld. Þessari stefnu var hann jafnan trúr. Við minnumst hans sem eins mesta velgerða- manns mannkyns. Nafn hans var Louis Pasteur. Hann fæddist í smáborg í Austur-Frakklandi og var af efnalitlu fólki. Faðir hans hvatti hann af þrautseigju til æðra náms. Þótt hinn ungi Pasteur virtist fremur lítill námsmaður, fór þó svo, að hann lauk námi í efnafræði. Hlaut hann doktorsnafnbót og lét sér ekki nægja að skrifa minna en tvær doktorsritgerðir. Pasteur hóf rannsóknastörf sem aðstoðarmaður á efnarannsókna- stofu í París. Allt frá þeirri stundu er líf hans þrotlaus leit nýrra sann- inda. Eitt viðfangsefni leiðir af öðru og þokar vísindamanninum sífellt á æðra stig. Það mætti næstum ætla, að Pasteur hafi haft síðasta verk- efni sitt í huga, er hann vann að hinu fyrsta. Rannsóknir Pasteur á krystöllum leiddu til athugana á gerjunar- efnabreytingum, en þær aftur til kenninga hans um gerla og æxlun þeirra. Fram til þess var það ætlun manna, að sýklar kviknuðu af sjálfu sér. Þegar Pasteur framkvæmdi hina fyrstu ,,pasteurisation“ á víni, afsannaði hann að nokkru hina gömlu kenningu, því að gerlar kviknuðu ekki á ný í hinum gerilsneydda drykk. Vínframleiðendur urðu himinlifandi, því að hin nýja aðferð barg víni þeirra frá súrnun og eyðileggingu. Fræðimenn lögðu hins vegar margir fæð á Pasteur, því að þessi tilraun og fleiri, er eftir fylgdu, kollvörpuðu gamalgrón- um kenningum. Þetta var ekki í eina skiptið, sem Pasteur aflaði sér óvildar þeirra vísindamanna, er þótti hann troða sér um tær, en að- dáunar þeirra, sem nýtt gátu uppgötvanir hans. Ekki varð aðdáun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.