Læknablaðið - 01.12.1972, Qupperneq 87
LÆKNABLAÐIÐ
241
LOUIS
PASTEUR
150 ára afmæli
„Vilji, vinna og þolinmæði. Þessi eru þrjú mikilvægustu orð tung-
unnar. Á þeim þremur hornsteinum vil ég reisa píramída lífs míns.“
Svo mælti ungur vísindamaður fyrir meira en öld. Þessari stefnu
var hann jafnan trúr. Við minnumst hans sem eins mesta velgerða-
manns mannkyns. Nafn hans var Louis Pasteur.
Hann fæddist í smáborg í Austur-Frakklandi og var af efnalitlu
fólki. Faðir hans hvatti hann af þrautseigju til æðra náms. Þótt hinn
ungi Pasteur virtist fremur lítill námsmaður, fór þó svo, að hann
lauk námi í efnafræði. Hlaut hann doktorsnafnbót og lét sér ekki
nægja að skrifa minna en tvær doktorsritgerðir.
Pasteur hóf rannsóknastörf sem aðstoðarmaður á efnarannsókna-
stofu í París. Allt frá þeirri stundu er líf hans þrotlaus leit nýrra sann-
inda. Eitt viðfangsefni leiðir af öðru og þokar vísindamanninum sífellt
á æðra stig. Það mætti næstum ætla, að Pasteur hafi haft síðasta verk-
efni sitt í huga, er hann vann að hinu fyrsta.
Rannsóknir Pasteur á krystöllum leiddu til athugana á gerjunar-
efnabreytingum, en þær aftur til kenninga hans um gerla og æxlun
þeirra. Fram til þess var það ætlun manna, að sýklar kviknuðu af
sjálfu sér. Þegar Pasteur framkvæmdi hina fyrstu ,,pasteurisation“
á víni, afsannaði hann að nokkru hina gömlu kenningu, því að gerlar
kviknuðu ekki á ný í hinum gerilsneydda drykk. Vínframleiðendur
urðu himinlifandi, því að hin nýja aðferð barg víni þeirra frá súrnun
og eyðileggingu. Fræðimenn lögðu hins vegar margir fæð á Pasteur,
því að þessi tilraun og fleiri, er eftir fylgdu, kollvörpuðu gamalgrón-
um kenningum. Þetta var ekki í eina skiptið, sem Pasteur aflaði sér
óvildar þeirra vísindamanna, er þótti hann troða sér um tær, en að-
dáunar þeirra, sem nýtt gátu uppgötvanir hans. Ekki varð aðdáun