Læknablaðið - 01.12.1972, Page 88
242
LÆKNABLAÐIÐ
silkiframleiðenda minni en víngerðarmanna, þegar Pasteur næst vann
bug á tveimur smitsjúkdómum, sem hrjáðu franska silkiorma.
Úr þessu beinast rannsóknir Pasteurs æ meir inn á svið smit-
sjúkdóma. Um þessar mundir berst Joseph Lister harðri baráttu fyrir
viðurkenningu sótthreinsunaraðferða sinna, og Pasteur veitir honum
lið af eldmóði. Mörg ár líða þó, áður en kenningar þeirra hljóta veru-
legan hljómgrunn.
Miltisbruni olli miklum usla í kvikfénaði Evrópu í þann tíð. Þeim
Pasteur og Robert Koch tókst nær samtímis að einangra sýkil þann,
er sjúkdómnum veldur. Pasteur hóf nú leit að vörn gegn vágesti þess-
um og hugkvæmdist að beita svipaðri aðferð og Jenner hafði upp-
götvað gegn bólusótt. Enn sem fyrr risu ýmsir öndverðir gegn kenn-
ingu Pasteurs og töldu hana firru eina. Urðu deilur þessar til þess,
að sett var á svið ein áhrifamesta tilraun, sem gerð hefur verið. Á
búgarði einum bólusetti Pasteur 25 skepnur, sýkti þær síðan af miltis-
bruna og einnig annan hóp, jafnstóran, sem óbólusettur var. Almenn-
ingur flykktist að og fý-ígdist með af miklum áhuga. Pasteur lét sem
ekkert væri, hélt til Parísar og beið þess tíma, er vænta mætti árang-
urs. Hann sneri aftur með hálfum huga og var viðbúinn hinu versta.
Tilraunin hafði þó heppnazt fullkomlega. Öll bólusettu dýrin lifðu, hin
voru öll dauð. Enn óx hróður Pasteurs.
Síðasta stórafrek Pasteurs var að finna bóluefni gegn hundaæði,
einum ægilegasta sjúkdómi, sem herjað hefur á mannkynið. Frægð
hans flaug nú um allan heim og sjúklingar þyrptust til hans hvaðanæva
til meðferðar. Hafin var mikil fjársöfnun og rann féð til byggingar
hinnar frægu Pasteur-stofnunar í París. Starfsorku Pasteurs naut þó
ekki lengi á þeirri stofnun, því æviskeið hans var senn á enda. Hann
lézt 28. september 1895.
Þótt Louis Pasteurs sé einkum minnzt vegna þeirra stórafreka,
sem drepið hefur verið á, má ekki gleyma þeim trausta grundvelli, er
hann lagði að síðari rannsóknum á sviði sýkla- og ónæmisfræði. Það
var Pasteur, sem framleiddi fyrsta bóluefnið úr hreinræktuðum sýkl-
um og uppgötvaði anaerobiosis. Hann sýndi fram á og framkallaði
veiklaða sýklastofna og lagði með því grundvöll að framleiðslu flestra
bóluefna. Sumar tæknilegar aðferðir hans eru enn í gildi.
Pasteur hlaut fulla viðurkenningu, meðan hann enn var á lífi. Slíkt
var þá næsta fátítt. Tvímælalaust var hann einn mesti velgerðamaður
mannkyns. í augum vísindamanna er það aðdáunarverðast, hve til-
raunir hans voru frábærlega rökrétt byggðar og túlkaðar og hve sýnt
honum var um hagnýtingu á niðurstöðum sínum. Louis Pasteur er
tákn hins framsækna, leitandi hugar, er verður sérhver leyst þraut
hvatning til nýrra dáða.
Páll Ásmundsson