Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 24
146 LÆKNABLAÐIÐ Við skoðun fanst lærleggur hægri hrokkinn í sundur á ská, skamt ofan við hné, og gengu brotendar á misvíxl. Teygði eg nú úr fætinum, lagaði brotið eins vel og auðið var, og batt ull og spelkur við. Ekki vildi hún láta svæfa sig. Hún brá sér hvergi meðan bessu fór fram. Mun hún bó hafa fundið allmikið til. Fólkið spurði mig hvort að henni mundi batna aftur svo, að hún kæmist á fætur. Kerling varð fyrri til svars. Kvaðst hún ekki vera hrædd um, að ekki kæmist hún á fætur; þó að hún þyrfti að liggja nokkuð lengi, gerði það ekkert til, ef einhver gæti gert fjósaverkin nógu vel á meðan. — Eg spurði hana um heilsufar hennar. Var hún minnug og skýr í svörum. Kvaðst hún aldrei á æfinni hafa verið veik, ekki einu sinni fengið mislingana, sem hefðu þó margan hart leikið. Sonur hennar bjó rausnarbúi á þessum bæ. Eg gaf henni síð- an ráð um leguna. Batavonir þurfti eg ekki að gefa henni, því að hún var miklu vonbetri en eg. Skömmu síðar sögðu mér sannorðir sam- tíðarmenn þessarar konu þessa sögu af búskaparárum hennar: Hún bjó með karli sínum á hjáleigu, kotrassi í túninu á annari iörð. Þau höfðust við í torfkofa. Rúmflet stóð á torfgólfi, og var gryfja aftan við rúmgaflinn. Bóndi fékk á haust- in mörg afsláttarhross frá efnaða fólkinu. Mátti hann eiga mötuna, ef hann skilaði aftur hánni. Hrossakjötið geymdi hann í gryfjunni undir rúmgaflinum. Þau áttu ekki nema 2 ílát í búinu, snældustokk og járnpott lítinn. Pottinn notuðu þau bæði nótt og dag, og bóndi át spónamatinn úr snældustokknum. Þá þektust ekki olíu- lampar. Ekki áttu þau grútarlampa, en þau tóku gulrófu, grófu holu ofan í hana, iögðu kveik í, heltu á hrossafloti og kveiktu svo á. Þegar þau lögðust til svefns átu þau. rófuna og flotið, sem eftir var. -— Ekki er lengra síðan þau bjuggu svona en um 40 ár. Svona hafa „hygienisk Forhold" verið þá. Seinna frétti eg að kerlingunni hafði gróið lærbrotið. Ekki veit eg hvort hún hefir tekið upp aftur gegningarnar, því að slík verk eru ekki „ærit góð gömlum ok feigum“. HARÐNESKJUKONUR eftir Skúla V. GuSjónsson stud. med. II. Eg hafði heyrt áður, að konan N.N. væri óvenjulega dugleg og hörð af sér. Sagt var, að hún hefði eitt sinn, þá er hún hafði alið barn, risið á fætur á 3. degi cg bundið votaband af engium. Slíkt er hið versta þrældómsverk og fárra kvenna meðfæri nú á dögum, þó að heil- brigðar séu. Frétt hafði eg, að hún gengi jafnan berfætt við útivinnu. Eitt sinn er hún var þunguð, hafði hún æðahnúta á fótum. Tók hún þá það ráð, að ganga ber- fætt alt upp að kniám. Kvað hún sér hafa albatnað við það. — Læknirinn, sem eg var ,,amanuensis“ hjá, var eitt sinn sótt- ur til konu þessarar. Hafði hún þá tekið léttasótt, en gat ekki alið barnið. Eftir langa mæðu varð að ,,perforera“. Hugði enginn konunni líf, svo mjög var af henni dregið. 2 dögum seinna var eg sendur til að vitja um konuna, og skyldi eg gefa henni útskolun. Þegar eg kom, sat hún uppi í rúminu og skamtaði krökkunum. Vildi hún ólm fara á fætur, og kvaðst ekki kenna sér neins meins. Mjög voru húsakynni þar léleg og fátæklegur var maturinn, sem börnin fengu. Eg lagði fast að konunni að liegja róleg lengur, en hún veldi treglega fallast á það. Seinna frétti eg. að hún hefði leeið lítið eftir þetta. Ári síðar (þ. e. í sumar sem leið) var eg enn á sama stað. Bærinn konunnar stend- ur langt frá þeim stað, er eg var á, og er yfir heiði grýtta að fara. Er á að giska 4 klukkustunda reið á milli. Dag einn í kalsaverðri og bleytuslabbi, kemur þessi kona fótgangandi alla leið. Þegar hún kom að heiðinni, klæddi hún sig úr skóm og sokkum og gekk fjallið berfætt. Hún var þunguð og átti bá hálfgengið með. Kona þessi er lágvaxin og grannvaxin, og ekki mikil fyrir mann að sjá. Hún er ljós yfirlitum. Aldrei hefi eg séð andlit hörkulegra en á henni. Þessi kona hefir berkla í lungum og er þungt fyrir brjósti. Annað brjóstið hefir verið skorið af henni, því að þar óx krabbamein. Hún er blá- fátæk og barnmörg, og hefir unnið kart- mannsverk öll fullorðinsárin, verið torf- ristumaður og votabandsþræll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.