Læknablaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 32
150
LÆKNABLAÐIÐ
svipað leyti komu fram einkenni um
arthritis rheumatoides, sem heíur þjáð
hana síðan og lagzt á flesta útlimaliði. Lá
tvívegis á Heilsuverndarstöðinni 1959 og
1962 og var Hgb. 6,5 gr% í bæði skiptin,
og fékk hún því blóðgjafir. Hefur síðast-
liðin 30 ár stöðugt tekið járnlyf eða fengið
járninnspýtingar, en auk þess fengið ýmis
giktarlyf, svo sem aspirín, phenylbutazon,
cortisonlyf, gull, indomethacin og malaríu-
lyf. Lá á Landakotsspítala 1971 vegna
hjartsláttaróreglu (tachycardia supra-
ventricularis), hjartabilunar og blóðleysis
(Hgb. 4,6 gr%). Rendu-Osler-Weber sjúk-
dómur var þá greindur af Halldóri Stein-
sen. Magaspeglun leiddi í ljós telangi-
ectasiur (Ólafur Gunnlaugsson). í ágúst
1971 fékk hún krampaflog og var þá lögð
inn á Borgarspítala. Skoðun við komu
leiddi í ljós, að hún var rugluð, óróleg og
með ranghugmyndir. Húðir og slímhúðir
voru mjög fölar. Æðagúlar voru áber-
andi í andliti, á vörum, gómbogum, nef-
skipt, fingurgómum, handleggjum og und-
ir nöglum. Rheumatoid noduli fundust á
hnakka, framan við olnboga, framan á
fótleggjum og í hægri hásin. Útbreiddar,
langt gengnar breytingar, sérkennandi fyr-
ir arthritis rheumatoides, voru bæði á
grip- og ganglimum með ölnarsveigju á
fingrum og byrjandi liðhlaupi í grunnlið-
um fingra og fleiri liðum. Talsverð þykkn-
un var á liðhimnu á báðum, hnjám ásamt
auknum liðvökva og byrjandi beygju-
kreppu. Var með 4 cm styttingu á vinstri
ganglim (hafði lærbrotnað nokkrum ár-
um áður og verið negld og styttingin af-
leiðing af þessu slysi). Færni var skert
að því marki, að hún gat annazt sjálf-
bjargir að mjög litlu leyti og göngugeta
nær engin. Broddsláttur hjarta sást og
fannst utan við MCL í VI. i.c. bili. Hjart-
sláttur var reglulegur 120 á mínútu.
Greinilegur gallop rythmi heyrðist. Blóð-
þrýstingur var 120/70 mm Hg. Lifrar-
deyfaj var 17-18 cm í MCL og náði 12 cm
niður fyrir hægri rifjaboga. Milta var
áþreifanlegt 5 cm fyrir neðan vinstri rifja-
boga. Nokkrum dögum eftir að hún var
lögð inn á spítalann, er hjartsláttur var
hægari, heyrðist við hlustun sögunar-
óhljóð yfir neðri enda bringubeins. Styrk-
leiki óhljóðsins jókst í innöndun, en rén-
aði í útöndun.
Rannsóknir: 18/8/71, Hgb. 9,3 gr%,
blóðstrok sýndi mikla hypochromiu, ser-
um járn 10 microgr.%, hv. blk. 7.900.
Deilitalning: Stafir 4,5%, segment 85%,
eos. 1,5%, bas. 1%, lymfo. 7%, mono. 1%.
Kreatinin 0,7 gr%, fast. blóðsykur 84
mg%, thrombocytar 442 þús., blæðingar-
tími 3 mínútur, storknunartími 4 mínútur,
normotest 82%, fibrinogen 370 mg%.
Hesspróf neikv. Alkaliskur fosfatasi 26, 1
K.A. ein. Bilirubin 0,8 mg%, SGOT 18
ein., SGPT 12 ein. og LDH 160 ein. BSP
retentio 6%. Protein electroforesis var
eðlileg. Smásjárskoðun á þvagi sýndi mik-
ið af rauðum blóðkornum (-|—|—þ), þvag-
ræktun var neikvæð. Benzidinpróf sýndi
blóð í saur. LE frumur fundust ekki,
Giktarpróf voru jákvæð. Mænuvökvi var
eðlilegur. Mergur var járnlaus. Endur-
teknar rannsóknir sýndu áfram óeðlileg
lifrarpróf og rauð blóðkorn í þvagi. Hjarta-
rafrit tekið við komu og næstu daga sýndi
breytilegar, vægar, anteroseptal, ischem-
iskar breytingar. Röntgenmynd sýndi
hjartastækkun, aðallega á hægri slegli.
I lungum sást interstitiel fibrosa, en
av-fistill varð ekki greindur, hvorki á
röntgenmynd né við skyggingu. Röntgen-
myndir af útlimaliðum sýndu breytingar
einkennandi fyrir arthritis rheumatoides.
Rafrit af heila var eðlilegt.
Andlegt ástand lagaðist eftir blóðgjafir
og chlorpromazingjöf. Tekizt hefur að
halda hemoglobini milli 8-10 gr% með
j árninnspýtingum, en járninntökur hafa
reynzt gagnslitlar. Göngugeta jókst að
mun eftir sjúkraþjálfun að Reykjalundi í
maí-ágúst ’72.
VII, 22, f. 1917. Blóðnasir urðu tíðar
um þrítugt. Fékk oft miklar nefblæðingar
og leitaði lækna margsinnis vegna þeirra,
og var slímhúð í nefi brennd nokkrum
sinnum. Gekk stöðugt með bómull á sér
til þess að geta stöðvað blæðinguna. Var
lengst af blóðlítil og á járnlyfjum. Hafði
oft einkenni vegna blóðleysis, svo sem út-
haldsleysi, hjartslátt og mæði við áreynslu.
Árið 1957 mældist blóð 45%. Ættingjar
veittu athygli rauðum skellum í andliti
og á vörum og telja, að þær hafi aukizt