Læknablaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 80
180
LÆKNABLAÐIÐ
Prófessor Rovsing tók eitt sinn þátt I
kirurgaþingi í Berlín, þar sem margir stór-
kirurgar voru samankomnir. Þeir stigu í
pontuna, hver af öðrum, og kepptust við
að segja frá stórum heróiskum aðgerðum
sínum. Rovsing fékk einnig orðið ag sagði
eftirfarandi smásögu:
Dag nokkurn ákváðu sankti Pétur og
sankti Páll að heimsækja jörðina. Þeir
komu þar að veitingahúsi, gengu inn og
fengu sér ölkrús og tóku síðan að leika
teningaspil. Sankti Pétur byrjaði og fékk
strax þrjár sexur. Þá tók Páll við og fékk
líka þrjár sexur. Þeir horfðust stundarkorn
þegjandi í augu. Þá rauf sankti Pétur þögn-
ina og sagði: „Æ, ekki fleiri kraftaverk
meðal kollega. Nú skulum við spila eins
og dauðlegir menn.“
Þingheimur skildi strax sneiðina og lófa-
takið dundi.
— ® —
Á slysavarðstofuna kom drengur, sem
hafði dottið og meitt sig.
Læknirinn spurði: „Hvar meiddirðu þig,
drengur minn?“
Hið kjökrandi svar var: „Niðri í Banka-
stræti.“
Á héraðssjúkrahúsinu lá eldri maður,
innlagður vegna enteritis. Þegar hann út-
skrifaðist bað yfirlæknirinn hann að koma
aftur eftir tvær vikur með saur til rann-
sóknar.
Tveim vikum síðar birtist maðurinn
másandi og blásandi með stóra vatnsfötu
í hvorri hendi. Þegar hann kom upp orði
fyrir mæði, sagði hann:
„Já, hér er ég með tvær fötur. Hinar
sendi ég með rútunni."
— 9 —
Meðal hinna gömlu frægu kirurga voru
Frakkinn Chassaignac og nemandi hans
Maisonneire. Chassaignac átti það til að
skammast eins og kirurgum var títt í þá
daga. Dag nokkurn sagði hann í reiði-
kasti við Maisonneire: „Þekkið þér ekki
muninn á apa og manneskju?“
Maisonneire svaraði rólega:
„Oui, la politesse, Monsieur!“
Læknirinn var kvöld eitt við fæðingu
ásamt ljósmóður, sem þekkt var að blíðu
og jafnaðargeði. Konan lá og bar sig illa.
Skyndilega stundi hún: ,,Ó, Jón, Jón, Jón!“
Þá hvæsti ljósmóðirin: „Haltu kjafti,
stelpa!“
Á eftir spurði læknirinn, hví hún hefði
rokið upp, það væri ólíkt henni.
„Jú, sjáðu til,“ sagði hún. „Maðurinn
hennar heitir Björn.“
Maður fór til læknis og sagðist þjást af
minnisleysi.
„Hve lengi hafið þér þjáðst af því?“
„Þjáðst af hverju?“
— • —
Ljósmóðirin spurði ungan læknastúdent,
hvers vegna hann virtist svo ánægður á
fæðingardeildinni.
Hann svaraði:
„Þegar ég var á lyflæknisdeild fékk ég
astma og hjartsláttartruflanir. Á hand-
lækningadeild var ég viss um, að ég hefði
magasár. Á geðdeild var ég alveg að klikk-
ast. Hér þykist ég loksins öruggur.“
— • —