Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 69

Læknablaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 69
LÆKNABLAÐIÐ 173 Gæði þjónustunnar fara aftur á móti að mestu eftir menntun lækna og hjúkrunar- liðs ásamt þeim tækjabúnaði og vinnu- aðstöðu, sem fyrir hendi er. Hafa þessi atriði verið mjög rædd að undanförnu og virðast allir sammála um þau. Hin hag- ræna hlið þessa máls hefur þó lítið verið rædd og verður vikið að henni seinna. Heildarskipulagning. Gagnsemi góðrar heilbrigðisþjónustu er einnig í því fólgin, að kerfið starfi rétt og auðveldlega. Rétta og bezta þjónustan er því háð, að náin og starfræn tengsl séu á milli hinna ýmsu stofnana heilbrigðiskerfisins. Mikið hefur verið talað um „samvinnu" í þessu efni, en venjulega mjög óljóst. Virðast sumir þar vilja leggja megináherzlu á persónu- leg tengsl starfsfólks, sem í rauninni er sjálfsagður hlutur í heildarskipulagi, en mun vafasamara, þar sem skipulag er sundurleitt. En persónuleg tengsl hljóta þó alltaf að vera veikur grundvöllur heild- arskipulags. HAGNÝTING Hagnýtingu fjármagnsins er hægt að líta á tæknilega (technical efficiency), iðnlega (industrial efficiency), eða þjóð- hagslega (allocative efficiency). Tæknileg hagnýting er það, að veita sérhverja þjónustu fyrir lægstan hugsan legan kostnað. Það hefur t. d. sýnt sig að hægt er að lækka kostnað við tannlækn- ingar með því að láta aðstoðarfólk vinna með tannlækninum og þá um leið sum af störfum hans, sem þetta fólk vinnur eins vel, en fyrir mun lægra verð. Það er mjög sennilegt, að hægt væri að stór- bæta tæknilega hagnýtingu í almennum lækningum og jafnvel á sjúkrahúsum. Nýting sjúkrarúma er annað dæmi um tæknilega nýtingu. Sagt er, að 10-20% af þeim sjúklingum, sem vistast á sjúkra- húsum, þurfi ekki þar að vera.2 En þetta jafngildir fyrir 600 rúma sjúkrahús með 3000 kr. daggjaldi á milli 6,5 millj. og 13 millj. á ári. ISnleg hagnýting er not þess fjármagns, sem til þjónustunnar er varið. Sjúkrahús eða heilsugæzlustöð, sem byggð eru of stór eða til annars en þörf er fyrir, eru dæmi um lélega iðnlega nýtingu. Fjár- magnið og vinnuaflið nýtist illa og skilar því litlu til þjóðarbúsins. Hönnun heil- brigðisþjónustunnar er hér veigamesta at- riðið. Tvöföldun tækjabúnaðar, t. d. röntgen- tæki, sem, ef til vill, standa meir og minna ónotuð, eru dæmi um þetta. Fé lagasamtök, sem leggja oft hart að sér til þess að gefa stofnunum rándýr tæki, ættu að gæta þjóðarhagsmuna í þessu sambandi, þar sem dýr tæki geta þýtt aukinn og óþarían rekstrarkostnað. Þjóðhagsleg nýting er mat okkar á því, hvort þeim fjármunum, sem varið hefur verið til heilbrigðismála, hafi verið bezt varið til þeirra, en ekki til annarra þarfa þjóðfélagsins. Eins og áður hefur verið að vikið eru margir aðrir þættir þjóð- félagsins, sem skipta heilsu þjóðarinnai miklu máli. Það er því hugsanlegt, að hluti þess fjármagns, sem nú er varið til heilbrigðisþjónustu, gerði meira gagn með því að bæta húsnæði þeirra, sem búa vi<T slæman húsakost. „Say’s Law“ segir, að framboð skapi sér eigin eftirspurn.2 Það er mjög sennilegt, að læknar og hjúkrunarlið muni alltaf finna sér verkefni, og er því „eftirspurn" eftir læknum vafasamur mælikvarði á þörfina fyrir heilbrigðishjálp. Af framanskráðu er ljóst, að það er vandasamt verk að skipuleggja heilbrigð- isþjónustuna og ýkjulaust hægt að full- yrða, að vandasamara verk hvíli vart á þjóðfélaginu. Erlendis eru gerðar tilraunir til þess að leysa bennan vanda á hlutlægan hátt. Vinnurannsóknir (work study) eru mik- il hjálp í þessu efni. Geysileg þekking er nú til staðar um vinnuaðferðir (method study) og vinnumat (work measurement) og bíður í rauninni nýtingar. Erlendis er stjórnum sjúkrahúsa boðin hjálp til þess að hanna og manna sjúkrahúsin (manage- ment survey) og geta þau á fáum dögum fengið upplýsingar um þetta efni. Það er óþarft að ræða þann sparnað og þá auknu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.